Sport

Guðlaug Edda fékk spark í andlitið í sundinu

Hjörvar Ólafsson skrifar
Keppnin var viðburðarrík hjá Guðlaugu Eddu Hannesdóttur. 
Keppnin var viðburðarrík hjá Guðlaugu Eddu Hannesdóttur.  Mynd/þríþrautasamband Íslands

Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti í dag í móti sem er hluti af heimsbikarmótaröðinni í þríþraut í Pontevedra á Spáni. Keppt var í ólympískri vegalengd, það er 1500 metra vatnasund, 40 kílómetra hjólreiðar og 10 kílómetra hlaup.

Það voru 59 þríþrautarkonur á ráslínunni og Guðlaugu Eddu var raðað númer 38 fyrir keppnina eftir styrkleika. Guðlaug Edda ferðaðist frá Þýskalandi en hjól hennar skilaði sér ekki til Spánar. Af þeim sökum keppti hún á lánshjóli sem er ekki jafn gott og hennar hjól. 

Keppnin sjálf var líka viðburðarrík því það var mjög mikil barátta í sundinu og Guðlaug Edda fékk mjög fast spark í andlitið í sundinu og hlut hún sprungna vör. Hún tafðist aðeins í sundinu vegna þessa en náði að koma sér af stað í hjólinu í þriðja hópi. 

Hjólaðir voru átta hringir innanbæjar með mörgum beygjum og farið yfir samtals 224 hraðahindranir. Guðlaug Edda náði að vinna sig aðeins upp í hjólinu og hóf hlaupið í sæti númer 23. Hún hljóp 10 kílómetra á 36:40 og gaf aðeins eftir og endaði í sæti númer 28. 

Þessi úrslit skila henni einnig stigum á úrtökulistann fyrir ólympíuleikana 2024. Sigurvegari varð Petra Kurikova frá Tékklandi en þetta var fyrsti sigur hennar í heimsbikarnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.