Bíó og sjónvarp

Ætla að bjóða upp á aug­lýsingar með að­stoð Micros­oft

Bjarki Sigurðsson skrifar
Engin streymisveita er með fleiri áskrifendur en Netflix.
Engin streymisveita er með fleiri áskrifendur en Netflix. Getty/Mario Tama

Stjórnendur Netflix hafa ákveðið að fá Microsoft til liðs við sig við að hanna áskriftarleið þar sem áskrifendur horfa á auglýsingar. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Netflix býður upp á slíka áskrift.

Í apríl greindi streymisveiturisinn Netflix frá því að verið væri að skoða að bjóða upp á ódýrari áskriftarleið að efni þeirra sem innihéldi auglýsingar. Verkefnið virðist fara vel af stað því fyrirtækið er komið í samstarf við tæknifyrirtækið Microsoft sem á að sjá um þessa auglýsingahlið streymisveitunnar.

Verkefnið er þó ekki komið langt á leið en í tilkynningu á vef Netflix segir að þetta sé hluti af stefnu fyrirtækisins.

Alls eru 221 milljón manns með áskrift af Netflix en fyrirtækið skilaði af sér tapi í fyrsta sinn í meira en tíu ár á fyrsta ársfjórðungi 2022. Með því að bjóða upp á þessa ódýrari áskriftarleið er vonast eftir því að auka innkomu fyrirtækisins.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.