Sport

Hálsbrotnaði eftir árekstur við áhorfanda

Atli Arason skrifar
Daniel Oss hefur lokið keppni á Tour de France
Daniel Oss hefur lokið keppni á Tour de France Getty Images

Daniel Oss neyðist til að draga sig úr Tour de France hjólreiðakeppninni eftir að hann hálsbrotnaði í árekstri við áhorfenda. Myndband af árekstrinum má sjá neðar í fréttinni en rétt er að vara viðkvæma við því.

Daniel Oss er 35 ára ítalskur hjólreiðakappi sem var að keppa í tíunda sinn á Tour de France.

Oss var ásamt fjölda hjólreiðakappa að hjóla á fimmta stigi keppninnar á milli Lille og Arenberg þegar umræddur árekstur átti sér stað. Áhorfandi sem var að taka upp myndband á símann sinn hallaði sér þá oft langt inn á brautina með áðurnefndum afleiðingum.

„Við nánari skoðun kemur í ljós sprunga í beini á háls sem krefst hreyfingarleysis í nokkrar vikur. Daniel Oss neyðist því til að draga sig úr leik í Tour de France hjólreiðunum,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum Oss.

Nokkrir smærri árekstrar áttu sér stað á sama svæði en enginn með jafn alvarlegar afleiðingar.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eitthvað af þessum toga gerist en á sömu mótaröð í fyrra var stór árekstur þegar kona fór inn á brautina með skilti sem hún ætlaði að sýna sjónvarpsmyndavélum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×