Sandra Douglass Morgan sú fyrsta í sögunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2022 22:30 Sandra Douglass Morgan er forseti Las Vegas Raiders. NFL Sandra Douglass Morgan skráði sig á spjöld sögunnar er hún varð fyrsta svarta konan til að gegna stöðu forseta hjá NFL-liði. Las Vegas Raiders réð Söndru Douglass Morgan í stöðu forseta en frá þessu var greint í öllum helstu fjölmiðlum vestanhafs. Hún segir að ef hún geti verið fyrirmynd fyrir aðrar konur eða stelpur þá sé hún ánægð. „Ég hef áður verið fyrst. Ég vill allavega ekki vera sú síðasta og ég vil komast á það stig að það sé engin sem verður fyrst. Ég tek hatt minn ofan fyrir öllum þeim konum sem komu á undan mér. Ef ég get verið fyrirmynd og hjálpað að opna dyr fyrir aðrar konur eða stelpur þá væri það gríðarlegt afrek fyrir mig.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Raiders brýtur blað í sögunni en félagið gerði það einnig árið 1989 og svo árið 1997. Art Shell var ráðinn aðalþjálfari Raiders árið 1989 en hann varð þá fyrsti svarti maðurinn til að gegna starfi aðalþjálfara liðs í NFL-deildinni. Árið 1997 var Amy Trask ráðin framkvæmdastjóri félagsins en hún varð þar með fyrsta konan til að gegna því starfi. Nú, árið 2022, er komið að Morgan. Hún sagðist vita að NFL væri karllægur vinnustaður „en við þurfum að halda áfram að brjóta niður veggi.“ Sandra Douglass Morgan is breaking barriers as the first Black woman president in NFL history. pic.twitter.com/sBV9c4c6R2— NFL (@NFL) July 7, 2022 Mark Davis, eigandi Las Vegas Raiders, sagði að frá því hann hefði fyrst hitt Morgan þá vissi hann að þarna væri einstaklega öflugur einstaklingur á ferð. „Við erum heppin að hafa hana við stjórnvölin,“ sagði Davis um ráðningu Morgan. Las Vegas Raiders endaði í 5. sæti AFC-deildarinnar á síðustu leiktíð með 10 sigra og 7 sigra. Raiders tapaði svo fyrir Cincinnati Bengals í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Tímamót Bandaríkin Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Sjá meira
Las Vegas Raiders réð Söndru Douglass Morgan í stöðu forseta en frá þessu var greint í öllum helstu fjölmiðlum vestanhafs. Hún segir að ef hún geti verið fyrirmynd fyrir aðrar konur eða stelpur þá sé hún ánægð. „Ég hef áður verið fyrst. Ég vill allavega ekki vera sú síðasta og ég vil komast á það stig að það sé engin sem verður fyrst. Ég tek hatt minn ofan fyrir öllum þeim konum sem komu á undan mér. Ef ég get verið fyrirmynd og hjálpað að opna dyr fyrir aðrar konur eða stelpur þá væri það gríðarlegt afrek fyrir mig.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Raiders brýtur blað í sögunni en félagið gerði það einnig árið 1989 og svo árið 1997. Art Shell var ráðinn aðalþjálfari Raiders árið 1989 en hann varð þá fyrsti svarti maðurinn til að gegna starfi aðalþjálfara liðs í NFL-deildinni. Árið 1997 var Amy Trask ráðin framkvæmdastjóri félagsins en hún varð þar með fyrsta konan til að gegna því starfi. Nú, árið 2022, er komið að Morgan. Hún sagðist vita að NFL væri karllægur vinnustaður „en við þurfum að halda áfram að brjóta niður veggi.“ Sandra Douglass Morgan is breaking barriers as the first Black woman president in NFL history. pic.twitter.com/sBV9c4c6R2— NFL (@NFL) July 7, 2022 Mark Davis, eigandi Las Vegas Raiders, sagði að frá því hann hefði fyrst hitt Morgan þá vissi hann að þarna væri einstaklega öflugur einstaklingur á ferð. „Við erum heppin að hafa hana við stjórnvölin,“ sagði Davis um ráðningu Morgan. Las Vegas Raiders endaði í 5. sæti AFC-deildarinnar á síðustu leiktíð með 10 sigra og 7 sigra. Raiders tapaði svo fyrir Cincinnati Bengals í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Tímamót Bandaríkin Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Sjá meira