Lífið

Sjálfsrækt í sumarfríinu: „Fólk er mjög gjarnt á að forgangsraða ekki sjálfsumhyggju“

Elísabet Hanna skrifar
Erla ætlar að deila skemmtilegum verkefnu í sumar sem stuðla að sjálfsumhyggju. 
Erla ætlar að deila skemmtilegum verkefnu í sumar sem stuðla að sjálfsumhyggju.  Aðsend.

Jóga- og hugleiðslukennarinn Erla Súsanna Þórisdóttir nýtur þess að iðka sjálfsumhyggju á hverjum degi. Það gerir hún meðal annars með hugleiðslu, öndun, jóga, dagbókarskrifum, skógarböðum og dansi. Hún heldur úti miðlinum Töfrakistan þar sem hún gefur innsýn í lífið sitt og deilir góðum ráðum. 

Erla er búsett í Danmörki ásamt Frey Alexandersyni, knattspyrnuþjálfara og þremur börnum. Erla segir það tilvalið að nýta sumarið til þess að innleiða góðar venjur sem miða að því að auka vellíðan okkar og segir það sérstaklega mikilvægt fyrir foreldra í sumarfríi með börnunum sínum. 

Hún ætlar næstu vikurnar að deila einföldum og skemmtilegum verkefnum með lesendum Vísis sem miða að því að auka vellíðan í sumarfríinu.

Gefum henni orðið:

Sjálfsumhyggja er allt sem er gott fyrir huga, líkama og sál og er því mjög misjafnt hvaða merkingu fólk setur í orðið. Það er hægt að iðka sjálfsumhyggju á marga vegu og þarf ekki að taka langan tíma og vera kostnaðarsamt. Tilvitnunin „Selfcare is giving the world the best of you, instead what is left of you“ (Karen Reed) er að mínu mati svarið við því af hverju við ættum að hlúa betur að okkur sjálfum.

Dagbókaskrif geta verið form sjálfsumhyggju.Aðsend

Gleyma að forgangsraða sjálfsumhyggju

Fólk er mjög gjarnt á að forgangsraða ekki sjálfsumhyggju og lítur á það sem munað en ekki nauðyn. Það fyrsta sem ég legg til er að forgangsraða sjálfsumhyggju á hverjum og helst að morgni til að setja sig í fyrsta sæti strax og gefa þér því skilaboð inn í daginn að þú skiptir máli. 

Það gæti falið í sér að þú þurfir að vakna aðeins á undan heimilisfólkinu eða iðka á meðan börnin eru í kringum þig sem getur verið dýrmætt veganesti fyrir unga fólkið. Ef þetta skiptir þig miklu máli þá gæti jafnvel verið sniðugt að ræða þetta við maka eða aðstandanda og biðja um að fá til dæmis 30 mínútur á dag í friði til þess að hlúa að þér. 

Einnig er áhugavert að skoða í hvað tíminn þinn fer en tíminn okkar er dýrmætur og það er gott að velta því fyrir sér hvað við gerum þegar við fáum lausan tíma.

Dagamunur

Það getur verið mikill dagamunur á því hvers við þörfnumst og góð spurning að morgni gæti verið „hvers þarfnast ég núna? Það sem kemur upp í hugann er ekkert endilega alltaf rétta svarið en þá er hjálpleg að spyrja sig annarrar spurningar „hjálpar það framtíðar mér? Því oft kemur ýmislegt upp í hugann sem er ekki beint hjálplegt eins og að leggjast upp í sófa að horfa á Netflix eða sitja meðvitundarlaus og skrolla í gegnum instagram sögur hjá fólki og áður en þú veist af er liðinn klukkustund sem hefði getað farið í eitthvað uppbyggilegra.


Fyrsta verkefnið

Það er ekki eftir neinu að bíða og er komið að fyrsta verkefninu. Ég mæli með því að þú nælir þér í dagbók/stílabók og byrjar á því að hanna sumarfrí fullt af sjálfsumhyggju.

  1. Settu þér eið og skrifaðu efst í dagbókina með undirskrift„ Ég heiti því að hlúa að mér daglega“.
  2. Skrifaðu nokkrar línur af hverju þú vilt hlúa betur að þér. Hvað gerir það fyrir þig?
  3. Næst skaltu skrifa sjálfsumhyggjulista þar sem þú skrifar niður hugmyndir að iðkun t.d hugleiðsla, göngutúr, hitta vinkonu/vin, jákvætt sjálfstal o.s.frv. Ekki draga úr neinu heldur skrifaðu allt sem þér dettur í hug þó það virðist vera óframkvæmanlegt. Það má láta sig dreyma.
  4. Þegar listinn er tilbúinn þá skaltu taka eitthvað þrennt af listanum sem þú ætlar að framkvæma strax næstu þrjá daga.
  5. Skrifaðu hjá þér á hverjum degi eitthvað eitt sem þú gerðir fyrir sjálfa/t/an þig.
  6. Skrifaðu einnig niður þá daga sem þú iðkaðir ekki sjálfsumhyggju og hvað stóð í vegi fyrir því og hvernig þú getir nýtt þá reynslu til að koma þessu í dagskránna næsta dag.

Þangað til næst, farið vel með ykkur og njótið löngu sumarnótta.


Tengdar fréttir

Mikilvægar æfingar fyrir göngugarpinn frá Önnu Eiríks

Þjálfarinn Anna Eiríksdóttir nýtur þess að styrkja líkamann með góðri hreyfingu og deilir mikilvægum æfingum fyrir göngugarpa hér á Vísi. Hún skrifar um ýmislegt sem viðkemur heilsu og hollu mataræði á Lífinu og við gefum henni orðið:

Hlaupaáætlum frá Önnu Eiríks: Hlaupum inn í sumarið!

Þjálfarinn Anna Eiríksdóttir segir sumarið upplagðan tíma til þess að stunda hreyfingu úti og deilir níu vikna hlaupaáætlun með lesendum Vísis. Hún skrifar um ýmislegt sem viðkemur heilsu og hollu mataræði á Lífinu og við gefum henni orðið:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×