Sport

Murray aldrei fallið jafn snemma úr leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Andy Murray fer snemma heim af Wimbeldon-mótinu í tennis þetta árið.
Andy Murray fer snemma heim af Wimbeldon-mótinu í tennis þetta árið. Visionhaus/Getty Images

Enski tennsikappinn Andy Murray er fallinn úr leik á Wimbeldon-mótinu í tennis eftir að hann laut í lægra haldi gegn John Isner í annarri umferð í kvöld.

Þetta er í fjórtánda skiptið sem Murray tekur þátt á Wimbeldon-mótinu, en aldrei hefur hann fallið jafn snemma úr leik. Murray hefur fagnað sigri á þessu þekktasta tennismóti heims í tvígang.

Isner vann viðureignina að lokum 3-1 eftir að hafa unnið fyrstu tvö settin, 6-4 og 7-6, áður en Murray vann þriðja settið 7-6. Isner vann fjórða settið svo 6-4 og tryggði sér sigur í viðureigninni.

Hinn 35 ára Murray, sem hefur unnið þrjá risatitla á ferlinum og sat um tíma í efsta sæti heimslistans, er því úr leik á Wimbeldon-mótinu, en Josh Isner mætir Ítalanum Jannik Sinner í þriðju umferð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.