Kepptu um sæti á heimsleikunum í CrossFit þremur vikum eftir brúðkaupið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2022 11:31 CrossFit fólkið Caroline Conners og Austin Spencer kom giftingunni sinni fyrri í miðjum undirbúningu sínum fyrir undanúrslitamót heimsleikanna. Instagram/@caroline__spencer Þetta var merkilegt sumar fyrir bandaríska CrossFit fólkið Caroline Conners og Austin Spencer sem voru ekkert að hvíla sig á íþróttinni sinni þótt að þau hafi verið að láta pússa sig saman. Þau Caroline og Austin, sem hittust fyrir átta árum, létu brúðkaupið ekki stoppa sig heldur giftu sig í miðjum undirbúningi fyrir mótið þar sem þau voru að berjast fyrir sæti á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Caroline komst á leikana en eiginmaður hann þarf að keppa á Last Chance Qualifier í þessari viku. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir eru í sömu stöðu kvennamegin en þar er keppt um síðustu tvö sætin á heimsleikana í haust. Þau Caroline og Austin giftu sig 21. maí síðastliðinn eða þremur vikum áður en þau flugu til Montreal til að taka þátt í fjórða og síðasta undanúrslitamóti Norður Ameriku. „Þetta var ekkert stressandi en við vissum alltaf að það yrði annasamir dagar. Við vorum tilbúin að takast á við hvern dag eins og hann kom,“ sagði Caroline í viðtali við Morning Chalk Up. View this post on Instagram A post shared by Caroline Spencer (@caroline__spencer) Caroline tók þátt í sínum fyrstu heimsleikum í fyrra og þriðja sætið á undanúrslitamótinu tryggði henni farseðil á leikana. Austin varð eins og bæði Katrín Tanja og Sara að sætta sig við sjötta sætið en fimm efstu komust á leikana. Caroline hafði tryggt sig áfram á undan en þurfti síðan að horfa á síðustu greinina þar sem maður hennar var í harðri baráttu. Á endanum rétt missti hann af sætinu og er því eins og í fyrra meðal þátttakanda á Last Chance Qualifier. „Það erfiðasta við að elska atvinnuíþróttamann er að geta ekkert gert þegar kemur að útkomunni hjá hinum aðilanum,“ sagði Caroline. Hún gat því ekki notið árangurs síns eins vel þar sem maður hennar missti svo grátlega af sínu sæti. „Þetta var mjög svekkjandi. Ég var stolt af því sem ég hafði afrekað en var svo leið að geta ekki deilt þeirri tilfinningu með eiginmanni mínum. Hann gerði allt sem hann gat en samkeppnin var svakaleg. Við erum samt öll stolt af honum,“ sagði Caroline en meðal keppanda voru stórstjörnur eins og Patrick Vellner, Jeffrey Adler, Alexandre Caron og Alex Vigneault. Austin Spencer fær annað tækifæri í þessari viku og þá kemur í ljós hvort hjónin verði bæði með á heimsleikunum í CrossFit í haust. CrossFit Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Þau Caroline og Austin, sem hittust fyrir átta árum, létu brúðkaupið ekki stoppa sig heldur giftu sig í miðjum undirbúningi fyrir mótið þar sem þau voru að berjast fyrir sæti á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Caroline komst á leikana en eiginmaður hann þarf að keppa á Last Chance Qualifier í þessari viku. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir eru í sömu stöðu kvennamegin en þar er keppt um síðustu tvö sætin á heimsleikana í haust. Þau Caroline og Austin giftu sig 21. maí síðastliðinn eða þremur vikum áður en þau flugu til Montreal til að taka þátt í fjórða og síðasta undanúrslitamóti Norður Ameriku. „Þetta var ekkert stressandi en við vissum alltaf að það yrði annasamir dagar. Við vorum tilbúin að takast á við hvern dag eins og hann kom,“ sagði Caroline í viðtali við Morning Chalk Up. View this post on Instagram A post shared by Caroline Spencer (@caroline__spencer) Caroline tók þátt í sínum fyrstu heimsleikum í fyrra og þriðja sætið á undanúrslitamótinu tryggði henni farseðil á leikana. Austin varð eins og bæði Katrín Tanja og Sara að sætta sig við sjötta sætið en fimm efstu komust á leikana. Caroline hafði tryggt sig áfram á undan en þurfti síðan að horfa á síðustu greinina þar sem maður hennar var í harðri baráttu. Á endanum rétt missti hann af sætinu og er því eins og í fyrra meðal þátttakanda á Last Chance Qualifier. „Það erfiðasta við að elska atvinnuíþróttamann er að geta ekkert gert þegar kemur að útkomunni hjá hinum aðilanum,“ sagði Caroline. Hún gat því ekki notið árangurs síns eins vel þar sem maður hennar missti svo grátlega af sínu sæti. „Þetta var mjög svekkjandi. Ég var stolt af því sem ég hafði afrekað en var svo leið að geta ekki deilt þeirri tilfinningu með eiginmanni mínum. Hann gerði allt sem hann gat en samkeppnin var svakaleg. Við erum samt öll stolt af honum,“ sagði Caroline en meðal keppanda voru stórstjörnur eins og Patrick Vellner, Jeffrey Adler, Alexandre Caron og Alex Vigneault. Austin Spencer fær annað tækifæri í þessari viku og þá kemur í ljós hvort hjónin verði bæði með á heimsleikunum í CrossFit í haust.
CrossFit Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira