Fótbolti

Sveinn Aron með frá­bæra inn­komu í stór­sigri Elfs­borg

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveinn Aron skoraði og lagði upp á aðeins 30 mínútum í kvöld.
Sveinn Aron skoraði og lagði upp á aðeins 30 mínútum í kvöld. @IFElfsborg1904

Það var nóg um að vera í sænsku úrvalsdeild karla í fótbolta í kvöld. Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði í stórsigri Elfsborg, Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn í sigri Kalmar og Aron Bjarnason spilaði allan leikinn í tapi Sirius.

Framherjinn Sveinn Aron byrjaði leik Elfsborg og Varberg á bekknum en kom inn þegar tæp klukkustund var liðin. Hann kom Elfsborg 2-1 yfir með marki á 76. mínútu og bættu heimamenn við tveimur mörkum áður en flautað var til leiksloka.

Sveinn Aron lagði upp fjórða mark Elfsborg og má segja að innkoma hans hafi gerbreytt leiknum. Staðan 1-1 eftir 60 mínútur en lokatölur 4-1 Elfsborg í vil.

Davíð Kristján lék allan leikinn í vinstri bakverði Kalmar er liðið vann Varnamo 1-0. Aron Bjarnason var úti hægra megin í liði Sirius sem tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Gautaborg. Markvörðurinn ungi, Adam Ingi Benediktsson, sat allan tímann á bekk Gautaborgar.

Kalmar fe rmeð sigrinum upp í 6. sæti með 19 stig eftir 11 leiki. Elfsborg er þar fyrir neðan með 18 stig og Sirius er í 11. sæti með 14 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.