Lífið samstarf

Bitz nennir ekki leiðin­legum lýð­heilsu­ráðum

Vogue fyrir heimilið
Danski næringarfræðingurinn Christan Bitz er enginn venjulegur næringarfræðingur. Hann fer óhefðbundnar leiðir til að fá fólk til að tileinka sér hollari lifnaðarhætti og hannaði meðal annars matarstell með það að markmiði sem slegið hefur í gegn.
Danski næringarfræðingurinn Christan Bitz er enginn venjulegur næringarfræðingur. Hann fer óhefðbundnar leiðir til að fá fólk til að tileinka sér hollari lifnaðarhætti og hannaði meðal annars matarstell með það að markmiði sem slegið hefur í gegn. F&H

„Ég vil hvetja fólk til þess að gefa sér tíma til að elda og njóta matarins. Fjölskyldur eru mjög uppteknar í dag og oft vill fólk bara drífa matartímann af en Það er mikilvægt að gefa sér tíma, leggja fallega á borð og njóta samverunnar. Þetta er hugmyndafræðin á bak við vörumerkið okkar,“ segir Christian Bitz, næringarfræðingur og höfundur matarstellsins Bitz sem slegið hefur í gegn á Norðurlöndunum og víðar um heiminn. 

 Hönnunarfyrirtækið F&H útfærir vörurnar í samstarfi við Christian og framleiðir línuna en Bitz fæst í Vogue fyrir heimilið. Sjálfur leggur hann áherslu á að hann sé ekki vöruhönnuður, hann sé fyrst og fremst næringarfræðingur sem fari óhefðbundnar leiðir. Hans helsta hugsjón er að gera stöðluð og „leiðinleg“ lýðheilsuráð áhugaverð svo fólk tileinki sér frekar hollari lífsvenjur.

Christian segir samhengi milli þess sem við sjáum og þess magns sem við borðum og hannaði því meðal annars minni matardiska.F&H

Christian á langan feril að baki í dönsku sjónvarpi þar sem hann hefur miðlað heilsufarslegum ráðum og hefur skrifað fimmtán bækur um efnið sem gefnar eru út um allan heim. Þá hefur hann unnið sem rágjafi hjá dönskum stjórnvöldum um bætta lýðheilsu dönsku þjóðarinnar, aðstoðað sjúkrahús við að betrumbæta mat sjúklinga og haldið fyrirlestra um alla Danmörku um heilbrigðan lífsstíl.

„Ég var aldrei hefðbundinn næringarfræðingur og er það enn síður núna,“ segir hann. „Ég hafði strax eftir mastersnám mitt í Cambridge áhuga á að miðla rannsóknum um næringarfræði á þann hátt að venjulegt fólk gæti tengt við efnið. 

Meðan kollegar mínir höfðu aðra og jafnvel fanatíska nálgun á hvað fólk átti að gera og hvað það átti að forðast hef ég alltaf sagt að betra sé að gera eins vel og maður getur með það sem maður hefur og það verði að vera pláss fyrir litlar nautnir,“

 útskýrir Christian. Hann segir vel hægt að sameina þetta tvennt, hollar lífsvenjur og litlar nautnir, til dæmis gegnum borðbúnaðinn.

Það verður að vera pláss fyrir litlar nautnir segir Christan Bitz.F&H

„Hugmyndina að því að hanna borðbúnað fékk ég eftir að hafa kynnst bandarískum sálfræðingi sem vann með samhengið milli þess hvernig við horfum á mat og magn þess sem við borðum en hann gerði meðal annars áhugaverðar tilraunir með stærð matardiska. 

Þá datt mér í hug að ég sem næringarfræðingur gæti haft jákvæð áhrif á hegðun fólks við matarborðið með því búa til borðbúnað með minni diskum og sem höfðaði til fegurðarskyns okkar. Mig óraði reyndar ekki fyrir vinsældunum.“ 

F&H og Christian settu fyrstu vörurnar á markað 2016, alls tólf hluti í þremur litum. Í dag eru yfir fimmhundruð hlutir komnir á markað og nýtur Bitz mikilla vinsælda á Norðurlöndunum og víðar um heim.

Christian vill meina að við njótum matarins betur þegar fallega er lagt á borð.

„Auðvitað hjálpaði það til í Skandinavíu að ég er þekkt andlit úr sjónvarpinu hér í Danmörku en ég er mjög stoltur af því hvernig vörumerkið hefur vaxið og að fólki líkar vörurnar. Nú seljum við um allan heim, meðal annars í Japan, Kóreu, Ameríku og um alla Evrópu og þróum vörurnar í takt við ólíkar matarhefðir og venjur ólíkra landa. Við erum með umboðsmenn á hverju markaðssvæði og mjög góða hjá ykkur á Íslandi. Þar var til dæmis beðið um sérhönnun sem við komum til móts við og það höfum við líka gert í Þýskalandi og í Frakklandi. Við höfum einnig þróað viðbót við línuna með veitingastaði í huga og höfum einnig sett glerlínu á markað. Framundan eru spennandi tímar sem verða þó einnig áskorun því við viljum þróast sem vörumerki og á sama tíma halda tryggð við það sem við stöndum fyrir,“ segir Christian.

En fer hann sjálfur eftir eigin ráðleggingum um að gefa sér tíma til að njóta matarins?

„Við kærastan mín eigum fjórar unglingsdætur samanlagt og einn hund. Unglingarnir eru mikið á ferðinni eins og gengur en ég reyni að elda á hverjum degi og safna fólkinu saman við kvöldmatarborðið. Stundum er það þó bara eitthvað fljótlegt eða við hendum í pítsu en við leggjum áherslu á þessa fjölskyldustund. Ég persónulega elska þennan tíma þegar ég kem heim úr vinnu eftir annasaman dag, að fara þá beint inn í eldhús að taka til matinn, það er róandi og ég vil ala krakkana upp við það. Vísindin sýna að þeir sem setjast niður og borða saman viðhafa heilsusamlegri venjur en þeir sem borða einir,“ segir Christian Bitz.

Nánar má kynna sér Bitz matarstellið í Vogue fyrir heimilið, Síðumúla 30 og á vefsíðu Bitz.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.