Erlent

Nafn­greina mennina sem létust í á­rásinni í Osló

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin hófst fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks og er hún rannsökuð sem hryðjuverk.
Árásin hófst fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks og er hún rannsökuð sem hryðjuverk. EPA

Lögregla í norsku höfuðborginni Osló hefur birt nöfn mannanna tveggja sem létust í skotárásinni aðfararnótt laugardagsins. Mennirnir sem létust hétu Kaare Arvid Hesvik, sextíu ára að aldri, og Jon Erik Isachsen, 54 ára.

Í frétt NRK segir að Hesvik hafi verið búsettur í Bærum og hafi verið úti á lífinu með félaga sínum í tilefni af Pride-göngunni sem átti að fara fram í norsku höfuðborginni á laugardag.

Um Isachsen segir að hann hafi verið að skemmta sér með vinum sínum á staðnum Per på Hjørnet þegar árásin hófst. Í tilkynningu lögreglu segir að fjölskylda Isachsen lýsi honum sem elskandi föður sem verði sárt saknað.

Dómsmálaráðherra Noregs, Emilie Enger Mehl, sagði í morgun að rannsókn verði gerð á viðbrögðum norsku lögreglunnar, öryggislögreglunnar og leyniþjónustunnar í tengslum við árásina. Árásarmaðurinn hafði verið á skrám lögreglunnar síðan 2015, en síðast fyrir mánuði síðan var það metið sem svo að af honum stafaði ekki ógn.

Árásin hófst fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks og er hún rannsökuð sem hryðjuverk. Auk hinna tveggja sem létust særðust rúmlega tuttugu, þar af tíu alvarlega, en enginn þeirra er þó talinn í lífshættu.


Tengdar fréttir

Neitar að láta yfir­heyra sig nema lög­regla birti upp­tökuna

Maðurinn sem er ákærður fyrir hryðjuverk í miðborg Oslóar í fyrrinótt hefur neitað að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptöku af yfirheyrslunni í heild sinni opinberlega. Lögmaður hans segir hann óttast að lögreglan snúi út úr orðum sínum.

Telja árásina hryðjuverk íslamista

Norska leyniþjónustan PST lítur á skotárás sem kostaði tvö mannslíf í miðborg Oslóar í nótt sem hryðjuverk öfgafulls íslamista. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu var hækkað í kjölfar árásarinnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.