Sport

Dagskráin í dag: Golf frá morgni til kvölds

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rory McIlroy fór vel af stað á Travelers Championship.
Rory McIlroy fór vel af stað á Travelers Championship. Michael Reaves/Getty Images

Golfið ræður ríkjum á sportrásum Stöðvar 2 í dag, en allar fimm beinu útsendingar dagsins eru úr heimi golfsins.

Við hefjum leik klukkan 07:25 á The Women's Amateur Championship á Stöð 2 Golf áður en BMW International Open á DP World Tour tekur við klukkan 11:30 á Stöð 2 Sport 4.

Klukkan 17:00 er svo komið að KPMG Women's PGA Championship á LPGA-mótaröðinni á Stöð 2 Golf annars vegar og hins vegar Travelers Championship á PGA-mótaröðinni á Stöð 2 Sport 2.

Það verður svo US Senior Open sem lokar golfdeginum mikla, en bein útsending þaðan hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.