Tónlist

Tónlistarunnendur orðnir spenntir fyrir Þjóðhátíð

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Klara flytur lagið Eyjanótt sem hækkar sig óðfluga upp íslenska listann.
Klara flytur lagið Eyjanótt sem hækkar sig óðfluga upp íslenska listann. Aðsend

Söngkonan Klara Elias situr í fimmta sæti íslenska listans þessa vikuna með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt og hefur hækkað sig um tólf sæti frá því í síðustu viku. Nú eru tæpar fimm vikur í Þjóðhátíð og út frá hækkandi vinsældum lagsins má gera ráð fyrir því að tónlistarunnendur séu orðnir spenntir fyrir Þjóðhátíð.

Íslenskt tónlistarfólk var að vanda öflugt á listanum en bræðurnir Jón Jónson og Friðrik Dór sitja sem dæmi saman í fjórða sæti með lagið Dansa. Lizzo trónir enn á toppnum með lagið It’s About Damn Time og Farruko fylgir fast á eftir með sumarsmellinn Pepas.

Hér má finna íslenska listann í heild sinni:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir

Lizzo í fyrsta sæti: „Kominn tími til“

Söngkonan Lizzo trónir á toppi íslenska listans um þessar mundir með nýjasta lagið sitt About Damn Time. Lagið, sem hefur náð miklum vinsældum um allan heim, hefur hækkað sig upp listann á undanförnum vikum.

Klara Elias frumflutti Þjóðhátíðarlagið 2022

Söngkonan Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið, sem heitir Eyjanótt, kom út fyrr í dag á allar helstu streymisveitur og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun.

Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár

Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×