Íslenski boltinn

Bættu rúmlega tveggja áratuga met ÍBV

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Breiðablik vann sinn 16. sigur í röð á Kópavogsvelli er KR kom í heimsókn.
Breiðablik vann sinn 16. sigur í röð á Kópavogsvelli er KR kom í heimsókn. Vísir/ Hulda Margrét

Stórsigur Breiðabliks á KR í Bestu deild karla á fimmtudag fer í sögubækurnar. Var Breiðablik þar að vinna sinn 16. heimaleik í röð í efstu deild. Síðasta tap liðsins á Kópavogsvelli kom í fyrstu umferð síðasta tímabil þegar KR vann þar 2-0 útisigur.

Sigur Breiðabliks var einkar þægilegur þó KR-ingar hafi í raun gefið heimamönnum fyrstu tvö mörk leiksins. Breiðablik skoraði hins vegar fjögur og vann leikinn örugglega. Var þetta í sjötta sinn sem Blikar skora fjögur mörk eða meira í einum og sama leiknum á leiktíðinni.

Það sem gerir sigur Breiðabliks sögulegan er að liðið hefur nú unnið 16 deildarleiki í röð á Kópavogsvelli. Bæta þeir þar með 23 ára gamalt met ÍBV en Eyjamenn unnu 15 leiki í röð frá 1997 til 1998.

Alls lék ÍBV 38 deildar- og bikarleiki á Hásteinsvelli frá 1997 til 2000 án þess að tapa leik. Frá þessu er greint á íþróttavef Morgunblaðsins.

Hér að neðan má sjá alla heimaleiki Breiðabliks síðan liðið tapaði 0-2 gegn KR í fyrstu umferð Íslandsmótsins 2021.

Sigrar Breiðabliks á Kópavogsvelli

2021

 • Breiðablik 4-0 Keflavík
 • Breiðablik 4-0 Stjarnan
 • Breiðablik 2-0 Fylkir
 • Breiðablik 4-0 FH
 • Breiðablik 4-0 Leiknir Reykjavík
 • Breiðablik 4-0 Víkingur
 • Breiðablik 2-1 ÍA
 • Breiðablik 2-0 KA
 • Breiðablik 3-0 Valur
 • Breiðablik 3-0 HK

10 sigrar, markatala: 32-1.

2022

 • Breiðablik 4-1 Keflavík
 • Breiðablik 3-0 FH
 • Breiðablik 3-2 Stjarnan
 • Breiðablik 4-3 Fram
 • Breiðablik 4-1 KA
 • Breiðablik 4-0 KR

6 sigrar, markatala: 22-7.

Samtals 16 sigrar í röð, markatala: 54-8.


Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.