Alþingi endurskoðar málsmeðferð við veitingu ríkisborgararéttar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. júní 2022 12:03 Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir mikilvægt að ferlið verði áfram virkt og til staðar. vísir/Arnar Mikilvægt er að heimildir Alþingis til veitingar ríkisborgararéttar verði ekki þrengdar við endurskoðun á fyrirkomulaginu segir þingmaður Pírata. Nefnd um breytingar á því hefur verið stofnuð og niðurstaða á að liggja fyrir í haust. Lögum samkvæmt geta útlendingar fengið ríkisborgararétt á tvo vegu. Annars vegar í gegnum Útlendingastofnun að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og hins vegar í gegnum Alþingi en allsherjar- og menntamálanefnd fer þá í gegnum umsóknirnar. Samhliða því að málsmeðferðartími Útlendingastofnunar hefur lengst hafa fleiri verið að leita til Alþingis. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd, bendir á þetta hafi valdið miklum ágreiningi og leitt til þess að farið hafi verið fram á endurskoðun á málsmeðferð. „Með það fyrir augum að það verði skýrt að það ferli sé fyrir einstaklinga sem geta ekki og munu ekki geta uppfyllt skilyrði sem eru fyrir því að geta fengið ríkisborgararétt í gegnum Útlendingastofnun.“ Einungis þriðjungur fékk afgreiðslu Ferlið var mikið til umræðu í ár þar sem nefndin þurfti ítrekað að kalla eftir nauðsynlegum gögnum frá Útlendingastofnun til að afgreiða umsóknir. Af 71 umsókn sem barst tókst að lokum einungis að afgreiða um þriðjung þeirra. Staða þeirra sem fengu mál sitt ekki tekið fyrir verður þó óbreytt þar til umsóknir þeirra fá afgreiðslu - og þeim því ekki vísað úr landi. Á fundi nefndarinnar á dögunum var skipað í sérstaka undirnefnd sem Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks leiðir og Arndís situr í sem hefur það verkefni að endurskoða fyrirkomulagið til framtíðar. „Það sem stendur fyrst og fremst til að gera er að skýra það verklag sem Alþingi beitir. Vegna þess að eins og staðan er í dag er það mjög ógagnsætt og óskýrt og í rauninni eru engar leiðbeiningar,“ segir Arndís. Hún segir að Alþingi muni þó sem áður hafa frjálsar hendur um það hverjir frá ríkisborgararétt. Mikilvægt sé að skilyrði verði ekki þrengd með þessu. „Það er nógu þröngt nú þegar. Gríðarlega þröngt. Það eru ákaflega fáir sem fá ríkisborgararétt frá Alþingi. Ég legg mikla áherslu á að þetta ferli verði til staðar og verði virkt. Það er mikil þörf á því,“ segir Arndís. Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Lögum samkvæmt geta útlendingar fengið ríkisborgararétt á tvo vegu. Annars vegar í gegnum Útlendingastofnun að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og hins vegar í gegnum Alþingi en allsherjar- og menntamálanefnd fer þá í gegnum umsóknirnar. Samhliða því að málsmeðferðartími Útlendingastofnunar hefur lengst hafa fleiri verið að leita til Alþingis. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd, bendir á þetta hafi valdið miklum ágreiningi og leitt til þess að farið hafi verið fram á endurskoðun á málsmeðferð. „Með það fyrir augum að það verði skýrt að það ferli sé fyrir einstaklinga sem geta ekki og munu ekki geta uppfyllt skilyrði sem eru fyrir því að geta fengið ríkisborgararétt í gegnum Útlendingastofnun.“ Einungis þriðjungur fékk afgreiðslu Ferlið var mikið til umræðu í ár þar sem nefndin þurfti ítrekað að kalla eftir nauðsynlegum gögnum frá Útlendingastofnun til að afgreiða umsóknir. Af 71 umsókn sem barst tókst að lokum einungis að afgreiða um þriðjung þeirra. Staða þeirra sem fengu mál sitt ekki tekið fyrir verður þó óbreytt þar til umsóknir þeirra fá afgreiðslu - og þeim því ekki vísað úr landi. Á fundi nefndarinnar á dögunum var skipað í sérstaka undirnefnd sem Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks leiðir og Arndís situr í sem hefur það verkefni að endurskoða fyrirkomulagið til framtíðar. „Það sem stendur fyrst og fremst til að gera er að skýra það verklag sem Alþingi beitir. Vegna þess að eins og staðan er í dag er það mjög ógagnsætt og óskýrt og í rauninni eru engar leiðbeiningar,“ segir Arndís. Hún segir að Alþingi muni þó sem áður hafa frjálsar hendur um það hverjir frá ríkisborgararétt. Mikilvægt sé að skilyrði verði ekki þrengd með þessu. „Það er nógu þröngt nú þegar. Gríðarlega þröngt. Það eru ákaflega fáir sem fá ríkisborgararétt frá Alþingi. Ég legg mikla áherslu á að þetta ferli verði til staðar og verði virkt. Það er mikil þörf á því,“ segir Arndís.
Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira