Sport

„Loksins hitti Anna Rakel helvítis boltann með vinstri“

Andri Már Eggertsson skrifar
Pétur Pétursson á Kópavogsvelli í kvöld
Pétur Pétursson á Kópavogsvelli í kvöld Vísir/Diego

Valur vann 0-1 útisigur á Selfossi þar sem Anna Rakel Pétursdóttir gerði sigurmarkið. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ánægður með leik kvöldsins.

„Mér fannst leikurinn spilast vel. Við lögðum upp með ákveðið plan sem mér fannst stelpurnar útfæra afar vel,“ sagði Pétur Pétursson í samtali við Vísi eftir leik.

Pétur var ánægður með Önnu Rakel Pétursdóttur sem skoraði sigurmark Vals með góðu skoti með vinstri fæti.

„Það var komin tími á að Anna Rakel myndi hitta helvítis boltann með vinstri þar sem vinstri fótar leikmenn skora svona mörk.“

Eftir rólega byrjun í seinni hálfleik fékk Valur töluvert af færum til að skora fleiri mörk en inn vildi boltinn ekki.

„Selfoss er með gott lið og Björn [Sigurbjörnsson] er að spila skemmtilegan bolta og gera góða hluti. Við héldum áfram að gera það sem við gerðum í fyrri hálfleik og fengum færi til að bæta við fleiri mörkum en það var bara ljúft að vinna leikinn.“

Elín Metta Jensen, leikmaður Vals, fór af velli vegna meiðsla og sagði Pétur að meiðslin væru ekki alvarleg.

„Elín fékk hné í lærið á sér sem bólgnaði upp og ég held að það sé ekkert alvarlegra en það,“ sagði Pétur Pétursson að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×