Pabbi Rúbens Dias skallaði Noel Gallagher Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2022 14:31 Eins og sjá má fékk Noel Gallagher má skurð eftir viðskiptin við pabba Rúbens Dias. getty/Cameron Smith Sauma þurfti nokkur spor í einn þekktasta stuðningsmanns Manchester City eftir að faðir leikmanns liðsins skallaði hann í fagnaðarlátunum þegar City varð Englandsmeistari í gær. City lenti í kröppum dansi gegn Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Gestirnir frá Birmingham komust í 0-2 en City svaraði fyrir sig með því að skora þrjú mörk á fimm mínútum og tryggði sér þar með Englandsmeistaratitilinn í fjórða sinn á síðustu fimm árum. Stuðningsmenn City ærðust af fögnuði, meðal annars faðir portúgalska varnarmannsins Rúbens Dias, sem endaði á því að skalla Noel Gallagher, fyrrverandi forsprakka Oasis og mikinn City-mann. Hann sagði talkSPORT frá atvikinu á Etihad. Noel Gallagher left covered in blood and needing stitches after headbutt from @rubendias' dad during Man City's title celebrations #MCFC https://t.co/YxrPAdxTSv— talkSPORT (@talkSPORT) May 23, 2022 „Þegar við skoruðum þriðja markið varð allt brjálað. Fjölskyldan hans Rúbens Dias var nokkrum röðum fyrir ofan okkur. Ég hoppaði um eins og fáviti, veifaði syni mínum eins og hann væri Englandsmeistarabikarinn og allir lyftu honum,“ sagði Gallagher. „Ég sneri mér við og pabbi Rúbens Dias hljóp beint á mig og skallaði mig. Ég lá eftir, ataður í blóði. Ég sá ekki lokin á leiknum því ég var sendur á sjúkrahús. Það voru saumuð nokkur spor í vörina á mér og ég fékk tvö glóðaraugu.“ Eftir á rakst Gallagher á Pep Guardiola, knattspyrnustjóra City. Þeir féllust í faðma og Gallagher sagði Spánverjanum svo að hafa ekki áhyggjur af sér og vera með leikmönnunum sínum. Að sögn Gallaghers sást ekkert á pabbanum. „Hann fékk ekki skrámu. Hann er tröll að burðum. Hann braut næstum því tennurnar í mér.“ Gallagher var á tónleikaferðalagi þegar City tryggði sér Englandsmeistaratitilinn á eftirminnilegan hátt 2012 en fékk að upplifa dramatíkina í gær, þótt hann hafi misst af lokamínútunum. Enski boltinn Tengdar fréttir Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30 Man City Englandsmeistari eftir magnaða endurkomu Manchester City er Englandsmeistari í fimmta sinn eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Aston Villa á Etihad leikvangnum í Manchester í dag. 22. maí 2022 16:55 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
City lenti í kröppum dansi gegn Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Gestirnir frá Birmingham komust í 0-2 en City svaraði fyrir sig með því að skora þrjú mörk á fimm mínútum og tryggði sér þar með Englandsmeistaratitilinn í fjórða sinn á síðustu fimm árum. Stuðningsmenn City ærðust af fögnuði, meðal annars faðir portúgalska varnarmannsins Rúbens Dias, sem endaði á því að skalla Noel Gallagher, fyrrverandi forsprakka Oasis og mikinn City-mann. Hann sagði talkSPORT frá atvikinu á Etihad. Noel Gallagher left covered in blood and needing stitches after headbutt from @rubendias' dad during Man City's title celebrations #MCFC https://t.co/YxrPAdxTSv— talkSPORT (@talkSPORT) May 23, 2022 „Þegar við skoruðum þriðja markið varð allt brjálað. Fjölskyldan hans Rúbens Dias var nokkrum röðum fyrir ofan okkur. Ég hoppaði um eins og fáviti, veifaði syni mínum eins og hann væri Englandsmeistarabikarinn og allir lyftu honum,“ sagði Gallagher. „Ég sneri mér við og pabbi Rúbens Dias hljóp beint á mig og skallaði mig. Ég lá eftir, ataður í blóði. Ég sá ekki lokin á leiknum því ég var sendur á sjúkrahús. Það voru saumuð nokkur spor í vörina á mér og ég fékk tvö glóðaraugu.“ Eftir á rakst Gallagher á Pep Guardiola, knattspyrnustjóra City. Þeir féllust í faðma og Gallagher sagði Spánverjanum svo að hafa ekki áhyggjur af sér og vera með leikmönnunum sínum. Að sögn Gallaghers sást ekkert á pabbanum. „Hann fékk ekki skrámu. Hann er tröll að burðum. Hann braut næstum því tennurnar í mér.“ Gallagher var á tónleikaferðalagi þegar City tryggði sér Englandsmeistaratitilinn á eftirminnilegan hátt 2012 en fékk að upplifa dramatíkina í gær, þótt hann hafi misst af lokamínútunum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30 Man City Englandsmeistari eftir magnaða endurkomu Manchester City er Englandsmeistari í fimmta sinn eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Aston Villa á Etihad leikvangnum í Manchester í dag. 22. maí 2022 16:55 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30
Man City Englandsmeistari eftir magnaða endurkomu Manchester City er Englandsmeistari í fimmta sinn eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Aston Villa á Etihad leikvangnum í Manchester í dag. 22. maí 2022 16:55