Fótbolti

Börsungar luku tímabilinu með tapi | Sveinar Simeone sóttu bronsið

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Slakur endir á tímabilinu.
Slakur endir á tímabilinu. vísir/Getty

Lokaumferðin í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta fór fram í kvöld þar sem lítil spenna var um efstu sætin.

Barcelona fékk Villarreal í heimsókn á Nývang en Barcelona var öruggt með annað sæti deildarinnar á meðan Villarreal var að berjast um að ná sjöunda og síðasta Evrópusætinu. 

Fór enda svo að Villarreal vann 0-2 sigur með mörkum Alfonso Pedraza og Moi Gomez.

Á sama tíma styrkti Atletico Madrid stöðu sína og tryggði þriðja sætið með 1-2 sigri á Real Sociedad þar sem Rodrigo De Paul og Angel Correa voru á skotskónum.

Það var dramatík í botnbaráttunni þar sem Cadiz bjargaði sæti sínu með 0-1 sigri á Deportivo Alaves á meðan Granada gerði markalaust jafntefli við Espanyol og fellur Granada þar með niður í B-deild.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.