Innlent

Bíl­bruni í Hafnar­firði í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Útkallið kom um klukkan 1:30 í nótt.
Útkallið kom um klukkan 1:30 í nótt. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálf tvö í nótt þegar tilkynnt var um eld í bíl í Álfaskeiði í Hafnarfirði.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði hafði eldur þar komið upp í einum bíl og olli eldurinn sömuleiðis skemmdum á nálægum bíl.

Slökkvilið var um fjörutíu mínútur á vettvangi, en ekki var talin sérstök hætta á ferðum.

Annars var talsverður erill í sjúkraflutningum, en þeir voru 123 síðasta sólarhringinn.

Í daglegri Facebook-færslu slökkviliðs segir einnig frá því að unglingar hafi hringt í slökkvilið í gærkvöldi eftir að hafa lent í því að festa fótbolta uppi í tré. Var boltinn í um tuttugu metra hæð og náðist hann niður úr trénu með því að sprauta vatni á hann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×