Lífið

Bein útsending: Blaðamannafundur með Systrum

Eiður Þór Árnason skrifar
Gleðin skein af andlitum íslenska hópsins er þau komust áfram í Eurovision fyrr í kvöld.
Gleðin skein af andlitum íslenska hópsins er þau komust áfram í Eurovision fyrr í kvöld.

Systur flugu áfram upp úr fyrri undanúrslitum Eurovision í kvöld og snúa aftur á lokakvöldinu á laugardag. 

Útsending frá blaðamannafundi að loknum undanúrslitunum hefst klukkan 21:30 en þar munu íslensku fulltrúarnir sitja fyrir svörum ásamt öðrum flytjendum sem komust áfram. 

Auk Íslands komust Sviss, Armenía, Litháen, Portúgal, Noregur, Grikkland, Úkraína, Moldavía og Holland áfram í lokakeppnina. Alls börðust sautján lönd um pláss í úrslitunum í kvöld en tíu fá að snúa aftur á stóra sviðið í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó.

Mikil spenna ríkti á meðan tilkynnt var hvaða atriði voru hlutskörpust en Ísland var þriðja ríkið til að verða lesið upp í útsendingunni. Flutningur systkinanna gekk vonum framar og hafa fjölmargir hrósað frammistöðunni á samfélagsmiðlum.


Tengdar fréttir

Systur snúa aftur á úr­slita­kvöldinu

Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×