Eurovisionvaktin: Engum hlíft á fyrra undankvöldinu Kristín Ólafsdóttir, Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa 10. maí 2022 14:30 Keppendur á fyrra undankvöldi Eurovision koma frá sautján löndum. Vísir Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2022 verður haldið í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með þar til yfir lýkur. Eurovisionvaktina má finna neðst í fréttinni. Við byrjum með nýjustu fréttir beint frá Tórínó þar sem Sylvía Rut og Dóra Júlía eru staddar fyrir hönd fréttastofunnar. Þegar nær dregur keppni tekur Kristín við vaktinni og fylgist með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er óviðkomandi - og engum verður hlíft. Til að hita upp fyrir kvöldið er hægt að taka þetta Júrókviss um keppni kvöldsins. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og á svið stíga fulltrúar sextán landa í eftirfarandi röð: Albanía, Lettland, Litháen, Sviss, Slóvenía, Úkraína, Búlgaría, Holland, Moldóva, Portúgal, Króatía, Danmörk, Austurríki, Ísland, Grikkland, Noregur, Armenía. Þau tíu lönd sem hljóta náð fyrir augum Evrópubúa og dómnefndar komast áfram á úrslitakvöld keppninnar, sem fram fer á laugardag. Beina útsendingu EBU frá undankvöldinu má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Og í vaktinni hér fyrir neðan svo má nálgast beina textalýsingu Vísis frá keppni kvöldsins, auk viðbótarfróðleiks og Eurovision-meinfýsni af Graham Norton-kalíberi. Lokið Twitter, rífið ykkur í gang og tjúnið inn á Eurovisionvaktina í kvöld. Ábendingar og vangaveltur sem átt gætu í vaktina sendist á kro@stod2.is.
Eurovisionvaktina má finna neðst í fréttinni. Við byrjum með nýjustu fréttir beint frá Tórínó þar sem Sylvía Rut og Dóra Júlía eru staddar fyrir hönd fréttastofunnar. Þegar nær dregur keppni tekur Kristín við vaktinni og fylgist með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er óviðkomandi - og engum verður hlíft. Til að hita upp fyrir kvöldið er hægt að taka þetta Júrókviss um keppni kvöldsins. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og á svið stíga fulltrúar sextán landa í eftirfarandi röð: Albanía, Lettland, Litháen, Sviss, Slóvenía, Úkraína, Búlgaría, Holland, Moldóva, Portúgal, Króatía, Danmörk, Austurríki, Ísland, Grikkland, Noregur, Armenía. Þau tíu lönd sem hljóta náð fyrir augum Evrópubúa og dómnefndar komast áfram á úrslitakvöld keppninnar, sem fram fer á laugardag. Beina útsendingu EBU frá undankvöldinu má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Og í vaktinni hér fyrir neðan svo má nálgast beina textalýsingu Vísis frá keppni kvöldsins, auk viðbótarfróðleiks og Eurovision-meinfýsni af Graham Norton-kalíberi. Lokið Twitter, rífið ykkur í gang og tjúnið inn á Eurovisionvaktina í kvöld. Ábendingar og vangaveltur sem átt gætu í vaktina sendist á kro@stod2.is.
Eurovision Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“