Jón Stefán: Við ætlum að taka þátt í toppbaráttu Sverrir Mar Smárason skrifar 8. maí 2022 16:35 Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, þjálfarar Þór/KA, mega vera ánægðir með stigin þrjú í dag. Mynd/Þór/KA Þór/KA vann góðan 2-1 sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Jón Stefán, þjálfari Þór/KA, segir leikinn hafa verið erfiðan en sigurinn ánægjulegur. Þór/KA vann góðan 2-1 sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í Bestu deild kvenna í dag. Jón Stefán, þjálfari Þór/KA, segir leikinn hafa verið erfiðan en sigurinn ánægjulegur. „Við erum mjög ánægð með sigurinn. Þetta var rosalega erfiður leikur fyrir okkur og allt kredit á Aftureldingu. Ég meina það eru rosalega margar meiddar og þær ná ekki í fullan bekk en áttu ekkert minna skilið úr þessum leik heldur en við,“ sagði Jón Stefán. Þær Sandra María Jessen og Arna Eiríksdóttir skoruðu mörkin tvö sem skópu sigur Þór/KA í dag. Þær, ásamt fleiri leikmönnum liðsins, eru lykilmenn með mikla reynslu. „Ég sagði þetta í viðtali síðast þegar við spiluðum við Val að það er voðalega þægilegt að hafa alla þessa reynslu og bara getu þarna frammi. Þú getur varist og beðið færis og það var það sem við ætluðum að gera í dag,“ sagði Jónsi. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 19 sekúndur höfðu liðið frá upphafsflautu. Jónsi segir liðið hafa lagt upp með að pressa snemma en erfitt að ætlast til þess að skora eftir 19 sekúndur. „Við vildum klárlega vera ofar á vellinum heldur en við vorum og kannski varð raunin í fyrri hálfleik. Þær eru með lítið sjálfstraust og hafa tapað fyrstu leikjunum og við ætluðum að setja á þær en ég átti kannski ekki alveg von á 19 sekúndunum,“ sagði Jónsi og glotti. Þór/KA er með sex stig eftir þrjár umferðir. Fylgja í dag eftir góðum sigri gegn Val í 2. umferð og Jónsi segir liðið vilja blanda sér í toppbaráttuna. „Við sögðum það fyrir tímabilið og við stöndum við það. Við ætlum að taka þátt í toppbaráttu. Það eru alveg sex til sjö lið sem geta gert það í þessari deild. Þetta er gífurlega jöfn deild þó að ég telji það að Valur og Breiðablik séu ennþá aðeins stigi framar. Við eigum mjög erfiðan leik gegn Selfossi næst og það verður mjög athyglisvert að sjá það,“ sagði Jón Stefán um baráttuna sem fram undan er. Þór Akureyri Afturelding Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Þór/KA 1-2 | Gestirnir stálu sigrinum í lokin Nýliðar Aftureldingar eru enn án stiga í Bestu deild kvenna eftir að KA/Þór fór heim úr Mosfellsbæ með stigin þrjú. Sigurmarkið kom undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. maí 2022 15:45 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Þór/KA vann góðan 2-1 sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í Bestu deild kvenna í dag. Jón Stefán, þjálfari Þór/KA, segir leikinn hafa verið erfiðan en sigurinn ánægjulegur. „Við erum mjög ánægð með sigurinn. Þetta var rosalega erfiður leikur fyrir okkur og allt kredit á Aftureldingu. Ég meina það eru rosalega margar meiddar og þær ná ekki í fullan bekk en áttu ekkert minna skilið úr þessum leik heldur en við,“ sagði Jón Stefán. Þær Sandra María Jessen og Arna Eiríksdóttir skoruðu mörkin tvö sem skópu sigur Þór/KA í dag. Þær, ásamt fleiri leikmönnum liðsins, eru lykilmenn með mikla reynslu. „Ég sagði þetta í viðtali síðast þegar við spiluðum við Val að það er voðalega þægilegt að hafa alla þessa reynslu og bara getu þarna frammi. Þú getur varist og beðið færis og það var það sem við ætluðum að gera í dag,“ sagði Jónsi. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 19 sekúndur höfðu liðið frá upphafsflautu. Jónsi segir liðið hafa lagt upp með að pressa snemma en erfitt að ætlast til þess að skora eftir 19 sekúndur. „Við vildum klárlega vera ofar á vellinum heldur en við vorum og kannski varð raunin í fyrri hálfleik. Þær eru með lítið sjálfstraust og hafa tapað fyrstu leikjunum og við ætluðum að setja á þær en ég átti kannski ekki alveg von á 19 sekúndunum,“ sagði Jónsi og glotti. Þór/KA er með sex stig eftir þrjár umferðir. Fylgja í dag eftir góðum sigri gegn Val í 2. umferð og Jónsi segir liðið vilja blanda sér í toppbaráttuna. „Við sögðum það fyrir tímabilið og við stöndum við það. Við ætlum að taka þátt í toppbaráttu. Það eru alveg sex til sjö lið sem geta gert það í þessari deild. Þetta er gífurlega jöfn deild þó að ég telji það að Valur og Breiðablik séu ennþá aðeins stigi framar. Við eigum mjög erfiðan leik gegn Selfossi næst og það verður mjög athyglisvert að sjá það,“ sagði Jón Stefán um baráttuna sem fram undan er.
Þór Akureyri Afturelding Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Þór/KA 1-2 | Gestirnir stálu sigrinum í lokin Nýliðar Aftureldingar eru enn án stiga í Bestu deild kvenna eftir að KA/Þór fór heim úr Mosfellsbæ með stigin þrjú. Sigurmarkið kom undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. maí 2022 15:45 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Þór/KA 1-2 | Gestirnir stálu sigrinum í lokin Nýliðar Aftureldingar eru enn án stiga í Bestu deild kvenna eftir að KA/Þór fór heim úr Mosfellsbæ með stigin þrjú. Sigurmarkið kom undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. maí 2022 15:45