Fótbolti

Þórir Jóhann kom inn af bekknum er Lecce vann deildina | Hjörtur í um­spil

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stuðningsfólk Lecce fagnaði sigrinum vel og innilega.
Stuðningsfólk Lecce fagnaði sigrinum vel og innilega. Emmanuele Mastrodonato/Getty Images

Lokaumferð B-deildarinnar í fótbolta á Ítalíu fór fram í kvöld. Þórir Jóhann Helgason og liðsfélagar í Lecce unnu sinn leik og þar með deildina. Hjörtur Hermannsson og félagar í PIsa enduðu í 3. sæti og eru því komnir í undanúrslit umspilsins.

Zan Majer skoraði eina mark leiksins er Lecce vann 1-0 heimasigur á Pordenone. Sigurinn þýðir að Lecce vinnur deildina og er komið upp í Serie A. Þórir Jóhann kom inn af bekknum á 66. mínútu og hjálpaði Lecce að sigla sigrinum, og sætinu í A-deild, heim.

Hjörtur spilaði allan leikinn í liði Pisa sem vann 2-1 útisigur á Frosinone í kvöld. Pisa endar í 3. sæti sem þýðir að liðið er komið í undanúrslit umspilsins ásamt Monza.

Brescia, Ascoli, Benevento og Perugia berjast svo um hin tvö sætin í undanúrslitum.


Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.