Sport

Tom Brady spilar á heimavelli Bayern München í nóvember

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það vilja örugglega margir Þjóðverjar nýta tækifæri til að sjá Tom Brady spila með liði Tampa Bay Buccaneers.
Það vilja örugglega margir Þjóðverjar nýta tækifæri til að sjá Tom Brady spila með liði Tampa Bay Buccaneers. Getty/Cliff Welch

Lið Tampa Bay Buccaneers og Seattle Seahawks munu spila fyrsta NFL-leikinn sem fer fram í Þýskalandi en NFL-deildin hefur nú opinberað hvaða lið mætist í þessum sögulega leik.

NFL-deild gaf það út í dag hvaða leikir í NFL-deildinni munu fara fram utan Bandaríkjanna á komandi tímabilli. Leikir fara fram í München í Þýskalandi, í London í Englandi og í Mexíkóborg í Mexíkó.

Leikur Seattle Seahawks og Tampa Bay Buccaneers fer fram á Allianz Arena, heimavelli Bayern München, 13. nóvember.

NFL hafði áður gefið það út í febrúar að deildin hefði samið um það að spila fjóra leiki í Þýskalandi næstu fjögur árin, tvo í München og aðra tvo í Frankfurt.

Tom Brady er leikstjórnandi Tampa Bay Buccaneers en hann hætti við að hætta og spilar sitt 23. tímabil í deildinni í ár.

Buccaneers á enn eftir að vinna leik utan Bandaríkjanna en liðið hefur tapað öllum þremur leikjum sínum sem fóru fram í London.

Jacksonville Jaguars mun spila heimaleik á Wembley Stadium, Green Bay Packers og New Orleans Saints munu bæði spila heimaleik á Tottenham Hotspur Stadium og Arizona Cardinals spilar heimavelli á Estadio Azteca í Mexíkóborg.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×