Átján ára strákur nálgast heimsmet Usain Bolt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2022 11:00 Erriyon Knighton stóð sig vel á Ólympíuleikunum síðasta sumar og var hársbreidd frá því að komast á verðlaunapall þá aðeins sautján ára gamall. Getty/Christian Petersen Erriyon Knighton er nafn sem fólk fer að heyra miklu meira af í framtíðinni en þetta er ekkert venjulegt spretthlauparaefni. Knighton er átján ára Bandaríkjamaður, fæddur 2004, sem sérhæfir sig í 100 og 200 metra hlaupum. Það er í því síðarnefnda þar sem hann er þegar byrjaður að koma sér í í metabækurnar. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Knighton varð síðasta sumar yngsti frjálsíþróttamaður Bandaríkjamanna frá 1964 til að keppa á Ólympíuleikum. Það sumar sló hann heimsmet unglinga í 200 metra hlaupi sem var einmitt áður í eigu Usain Bolt. Bolt hafði sautján ára gamall hlaupið á 19,93 sekúndum en í methlaupi sínu í fyrra þá kom Knighton í mark á 19,84 sekúndum. Það er sú staðreynd sem hefur auðvitað kallað á samanburð við Bolt sem vann átta gull á Ólympíuleikum þar af 100 og 200 metra hlaupið á þremur leikum í röð frá 2008 til 2016. Um helgina nálgaðist Knighton enn frekar heimsmet Usain Bolt í fullorðinsflokki. Hann gerði það með því að hlaupa 200 metrana á 19,49 sekúndum. Þetta er fjórði besti tími sögunnar og jafnframt hraðasti tími síðan á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Þá var Knighton bara átta ára gamall þegar Bolt kom í mark á 19,32 sekúndum. Heimsmet Usain Bolt er hlaup hans á heimsmeistaramótinu í Berlín 2009 sem var upp á 19,19 sekúndur. Aðeins Bolt (19,19 sekúndur), Yohan Blake (19,26) og Michael Johnson (19,32) hafa nú hlaupið hraðar í 200 metra hlaupi en Erriyon Knighton. Knighton endaði fjórði á Ólympíuleikunum í fyrra en er líklegur til að vera fastagestur á verðlaunapallinum næsta áratuginn með sama áframhaldi. Frjálsar íþróttir Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Sjá meira
Knighton er átján ára Bandaríkjamaður, fæddur 2004, sem sérhæfir sig í 100 og 200 metra hlaupum. Það er í því síðarnefnda þar sem hann er þegar byrjaður að koma sér í í metabækurnar. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Knighton varð síðasta sumar yngsti frjálsíþróttamaður Bandaríkjamanna frá 1964 til að keppa á Ólympíuleikum. Það sumar sló hann heimsmet unglinga í 200 metra hlaupi sem var einmitt áður í eigu Usain Bolt. Bolt hafði sautján ára gamall hlaupið á 19,93 sekúndum en í methlaupi sínu í fyrra þá kom Knighton í mark á 19,84 sekúndum. Það er sú staðreynd sem hefur auðvitað kallað á samanburð við Bolt sem vann átta gull á Ólympíuleikum þar af 100 og 200 metra hlaupið á þremur leikum í röð frá 2008 til 2016. Um helgina nálgaðist Knighton enn frekar heimsmet Usain Bolt í fullorðinsflokki. Hann gerði það með því að hlaupa 200 metrana á 19,49 sekúndum. Þetta er fjórði besti tími sögunnar og jafnframt hraðasti tími síðan á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Þá var Knighton bara átta ára gamall þegar Bolt kom í mark á 19,32 sekúndum. Heimsmet Usain Bolt er hlaup hans á heimsmeistaramótinu í Berlín 2009 sem var upp á 19,19 sekúndur. Aðeins Bolt (19,19 sekúndur), Yohan Blake (19,26) og Michael Johnson (19,32) hafa nú hlaupið hraðar í 200 metra hlaupi en Erriyon Knighton. Knighton endaði fjórði á Ólympíuleikunum í fyrra en er líklegur til að vera fastagestur á verðlaunapallinum næsta áratuginn með sama áframhaldi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Sjá meira