Sport

Íshokkílandsliðið upp um deild

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sigrinum fagnað í kvöld.
Sigrinum fagnað í kvöld. Facebook/ÍHÍ

Ísland er komið upp í A-riðil 2.deildar á HM í íshokkí eftir góðan sigur á Belgum í Laugardalnum í kvöld.

Ísland vann B-riðil með fullt hús stiga en fékk verðuga keppni frá Belgum í kvöld.

Fór að lokum svo að Ísland vann 3-2 sigur þar sem Axel Snær Orongan gerði tvö mörk og Halldór Skúlason eitt.

Auk Íslands og Belgíu voru Mexíkó og Georgía í B-riðli 2.deildar en leikurinn í kvöld var úrslitaleikur um hvort Ísland eða Belgía ynni riðilinn.

Jóhann Már Leifsson spilaði frábærlega fyrir íslenska liðið í riðlinum og var valinn besti leikmaður keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×