Besta tenniskona heims er nú tvítug pólsk stelpa: „Grét í fjörutíu mínútur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 13:31 Iga Swiatek fagnar sigri sínum í Miami um helgina. AP/Wilfredo Lee Iga Swiatek fagnaði ekki aðeins sigri á Opna Miami-mótinu í tennis um helgina heldur náði hún um leið tímamótaárangri á sínum ferli. Swiatek vann öruggan 6-4 og 6-0 sigur á Naomi Osaka í úrslitaleiknum í Miami. Ashleigh Barty hefur verið í efsta sæti heimslistans í tennis en Ástralinn tilkynnti á dögunum að hún væri hætt. Það kom sér vel fyrir Swiatek sem komst upp í efsta sæti heimslistans með þessum sigri. The Swiatek Streak and Sweep- 17 consecutive wins- 20 consecutive sets- 1st to sweep the 1st 3 @WTA 1000s in a season- 4th woman and youngest to win the Sunshine Double- 6-1 in WTA finals- Has won 12 straight sets in finals1st Polish World No.1 on Monday. https://t.co/lrLKi4sssb— WTA Insider (@WTA_insider) April 2, 2022 Swiatek er aðeins tvítug en hefur verið á mikilli sigurgöngu að undanförnu. Hún hefur nú unnið sautján leiki í röð og vann bæði stór mót í Doha og Indian Wells á síðustu vikum. Swiatek vakti fyrst athygli þegar hún vann Opna franska meistaramótið sem táningur. Breska ríkisútvarpið fékk viðbrögð frá Igu Swiatek eftir sigurinn um helgina og sætið á toppi heimslistans. „Ég grét í fjörutíu mínútur. Aðallega út af því að Ash væri hætt. Ég átti ekki von á því og fréttirnar komu mér því mikið á óvart,“ sagði Iga Swiatek. „Ég sá alltaf fyrir mér að við myndum allar spilar þar til að við værum orðnar 35 ára gamlar eða þar til að líkamar okkar væri svo þreyttir að við gætum ekki spilað lengur,“ sagði Swiatek. Congratulations @iga_swiatek on winning the @MiamiOpen, your 4th WTA 1000 title, and becoming World No. 1. #RolexFamily #MiamiOpen #Perpetual pic.twitter.com/7Bki1Z79CD— ROLEX (@ROLEX) April 2, 2022 „Ég þurfti tíma til átta mig á því sem hún gekk í gegnum. Hún sýndi hugrekki með því að taka þessa ákvörðun og þetta var mjög tilfinningaríkt fyrir mig,“ sagði Swiatek. „Ég var líka tilfinningasöm vegna minnar eigin stöðu. Eftir tvo tíma þá hugsaði ég: Heyrðu, þú veist ekki hvað mun gerast og þú verður að vinna einhverja leiki í viðbót,“ sagði Swiatek. „Ég sagði því við mig sjálfa. Bíðum með tilfinningarnar því það er verk að vinna,“ sagði Swiatek. Hún gerði það svo sannarlega og er nú besta tenniskona heims. 1GA Making history as the first Polish player to top the singles rankings.Congratulations, @iga_swiatek! #AusOpen pic.twitter.com/TciBXmYbYX— #AusOpen (@AustralianOpen) April 4, 2022 Tennis Pólland Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Í beinni: Real Madrid - Real Sociedad | Ancelotti kvaddur Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Swiatek vann öruggan 6-4 og 6-0 sigur á Naomi Osaka í úrslitaleiknum í Miami. Ashleigh Barty hefur verið í efsta sæti heimslistans í tennis en Ástralinn tilkynnti á dögunum að hún væri hætt. Það kom sér vel fyrir Swiatek sem komst upp í efsta sæti heimslistans með þessum sigri. The Swiatek Streak and Sweep- 17 consecutive wins- 20 consecutive sets- 1st to sweep the 1st 3 @WTA 1000s in a season- 4th woman and youngest to win the Sunshine Double- 6-1 in WTA finals- Has won 12 straight sets in finals1st Polish World No.1 on Monday. https://t.co/lrLKi4sssb— WTA Insider (@WTA_insider) April 2, 2022 Swiatek er aðeins tvítug en hefur verið á mikilli sigurgöngu að undanförnu. Hún hefur nú unnið sautján leiki í röð og vann bæði stór mót í Doha og Indian Wells á síðustu vikum. Swiatek vakti fyrst athygli þegar hún vann Opna franska meistaramótið sem táningur. Breska ríkisútvarpið fékk viðbrögð frá Igu Swiatek eftir sigurinn um helgina og sætið á toppi heimslistans. „Ég grét í fjörutíu mínútur. Aðallega út af því að Ash væri hætt. Ég átti ekki von á því og fréttirnar komu mér því mikið á óvart,“ sagði Iga Swiatek. „Ég sá alltaf fyrir mér að við myndum allar spilar þar til að við værum orðnar 35 ára gamlar eða þar til að líkamar okkar væri svo þreyttir að við gætum ekki spilað lengur,“ sagði Swiatek. Congratulations @iga_swiatek on winning the @MiamiOpen, your 4th WTA 1000 title, and becoming World No. 1. #RolexFamily #MiamiOpen #Perpetual pic.twitter.com/7Bki1Z79CD— ROLEX (@ROLEX) April 2, 2022 „Ég þurfti tíma til átta mig á því sem hún gekk í gegnum. Hún sýndi hugrekki með því að taka þessa ákvörðun og þetta var mjög tilfinningaríkt fyrir mig,“ sagði Swiatek. „Ég var líka tilfinningasöm vegna minnar eigin stöðu. Eftir tvo tíma þá hugsaði ég: Heyrðu, þú veist ekki hvað mun gerast og þú verður að vinna einhverja leiki í viðbót,“ sagði Swiatek. „Ég sagði því við mig sjálfa. Bíðum með tilfinningarnar því það er verk að vinna,“ sagði Swiatek. Hún gerði það svo sannarlega og er nú besta tenniskona heims. 1GA Making history as the first Polish player to top the singles rankings.Congratulations, @iga_swiatek! #AusOpen pic.twitter.com/TciBXmYbYX— #AusOpen (@AustralianOpen) April 4, 2022
Tennis Pólland Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Í beinni: Real Madrid - Real Sociedad | Ancelotti kvaddur Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira