Besta tenniskona heims er nú tvítug pólsk stelpa: „Grét í fjörutíu mínútur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 13:31 Iga Swiatek fagnar sigri sínum í Miami um helgina. AP/Wilfredo Lee Iga Swiatek fagnaði ekki aðeins sigri á Opna Miami-mótinu í tennis um helgina heldur náði hún um leið tímamótaárangri á sínum ferli. Swiatek vann öruggan 6-4 og 6-0 sigur á Naomi Osaka í úrslitaleiknum í Miami. Ashleigh Barty hefur verið í efsta sæti heimslistans í tennis en Ástralinn tilkynnti á dögunum að hún væri hætt. Það kom sér vel fyrir Swiatek sem komst upp í efsta sæti heimslistans með þessum sigri. The Swiatek Streak and Sweep- 17 consecutive wins- 20 consecutive sets- 1st to sweep the 1st 3 @WTA 1000s in a season- 4th woman and youngest to win the Sunshine Double- 6-1 in WTA finals- Has won 12 straight sets in finals1st Polish World No.1 on Monday. https://t.co/lrLKi4sssb— WTA Insider (@WTA_insider) April 2, 2022 Swiatek er aðeins tvítug en hefur verið á mikilli sigurgöngu að undanförnu. Hún hefur nú unnið sautján leiki í röð og vann bæði stór mót í Doha og Indian Wells á síðustu vikum. Swiatek vakti fyrst athygli þegar hún vann Opna franska meistaramótið sem táningur. Breska ríkisútvarpið fékk viðbrögð frá Igu Swiatek eftir sigurinn um helgina og sætið á toppi heimslistans. „Ég grét í fjörutíu mínútur. Aðallega út af því að Ash væri hætt. Ég átti ekki von á því og fréttirnar komu mér því mikið á óvart,“ sagði Iga Swiatek. „Ég sá alltaf fyrir mér að við myndum allar spilar þar til að við værum orðnar 35 ára gamlar eða þar til að líkamar okkar væri svo þreyttir að við gætum ekki spilað lengur,“ sagði Swiatek. Congratulations @iga_swiatek on winning the @MiamiOpen, your 4th WTA 1000 title, and becoming World No. 1. #RolexFamily #MiamiOpen #Perpetual pic.twitter.com/7Bki1Z79CD— ROLEX (@ROLEX) April 2, 2022 „Ég þurfti tíma til átta mig á því sem hún gekk í gegnum. Hún sýndi hugrekki með því að taka þessa ákvörðun og þetta var mjög tilfinningaríkt fyrir mig,“ sagði Swiatek. „Ég var líka tilfinningasöm vegna minnar eigin stöðu. Eftir tvo tíma þá hugsaði ég: Heyrðu, þú veist ekki hvað mun gerast og þú verður að vinna einhverja leiki í viðbót,“ sagði Swiatek. „Ég sagði því við mig sjálfa. Bíðum með tilfinningarnar því það er verk að vinna,“ sagði Swiatek. Hún gerði það svo sannarlega og er nú besta tenniskona heims. 1GA Making history as the first Polish player to top the singles rankings.Congratulations, @iga_swiatek! #AusOpen pic.twitter.com/TciBXmYbYX— #AusOpen (@AustralianOpen) April 4, 2022 Tennis Pólland Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Sjá meira
Swiatek vann öruggan 6-4 og 6-0 sigur á Naomi Osaka í úrslitaleiknum í Miami. Ashleigh Barty hefur verið í efsta sæti heimslistans í tennis en Ástralinn tilkynnti á dögunum að hún væri hætt. Það kom sér vel fyrir Swiatek sem komst upp í efsta sæti heimslistans með þessum sigri. The Swiatek Streak and Sweep- 17 consecutive wins- 20 consecutive sets- 1st to sweep the 1st 3 @WTA 1000s in a season- 4th woman and youngest to win the Sunshine Double- 6-1 in WTA finals- Has won 12 straight sets in finals1st Polish World No.1 on Monday. https://t.co/lrLKi4sssb— WTA Insider (@WTA_insider) April 2, 2022 Swiatek er aðeins tvítug en hefur verið á mikilli sigurgöngu að undanförnu. Hún hefur nú unnið sautján leiki í röð og vann bæði stór mót í Doha og Indian Wells á síðustu vikum. Swiatek vakti fyrst athygli þegar hún vann Opna franska meistaramótið sem táningur. Breska ríkisútvarpið fékk viðbrögð frá Igu Swiatek eftir sigurinn um helgina og sætið á toppi heimslistans. „Ég grét í fjörutíu mínútur. Aðallega út af því að Ash væri hætt. Ég átti ekki von á því og fréttirnar komu mér því mikið á óvart,“ sagði Iga Swiatek. „Ég sá alltaf fyrir mér að við myndum allar spilar þar til að við værum orðnar 35 ára gamlar eða þar til að líkamar okkar væri svo þreyttir að við gætum ekki spilað lengur,“ sagði Swiatek. Congratulations @iga_swiatek on winning the @MiamiOpen, your 4th WTA 1000 title, and becoming World No. 1. #RolexFamily #MiamiOpen #Perpetual pic.twitter.com/7Bki1Z79CD— ROLEX (@ROLEX) April 2, 2022 „Ég þurfti tíma til átta mig á því sem hún gekk í gegnum. Hún sýndi hugrekki með því að taka þessa ákvörðun og þetta var mjög tilfinningaríkt fyrir mig,“ sagði Swiatek. „Ég var líka tilfinningasöm vegna minnar eigin stöðu. Eftir tvo tíma þá hugsaði ég: Heyrðu, þú veist ekki hvað mun gerast og þú verður að vinna einhverja leiki í viðbót,“ sagði Swiatek. „Ég sagði því við mig sjálfa. Bíðum með tilfinningarnar því það er verk að vinna,“ sagði Swiatek. Hún gerði það svo sannarlega og er nú besta tenniskona heims. 1GA Making history as the first Polish player to top the singles rankings.Congratulations, @iga_swiatek! #AusOpen pic.twitter.com/TciBXmYbYX— #AusOpen (@AustralianOpen) April 4, 2022
Tennis Pólland Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Sjá meira