Þær eru eigendur HI beauty og Reykjavík Makeup School og fengum við þær til að velja flottustu förðunina og greiðslurnar á Óskarsverðlaununum í nótt. Umfjöllun okkar um best klæddu stjörnurnar má finna HÉR.
Við gefum þeim Heiði og Ingunni orðið...

Zoe Kravitz
Hárið hennar sló í gegn, hún var með topp í anda Audrey Hepburn og púllaði hann einstaklega vel! Við hefðum ekki getað ímyndað okkur neinn annan en Zoe að bera þessa greiðslu svona vel.
Hún er ávallt með mjög ferska og létta húð og við elskum að sjá freknurnar hennar koma í gegn. Fluffy augabrúnir og lítill sætur eyeliner. Fullkomnun!

Zendaya
Alltaf óaðfinnanleg á rauða dreglinum. Við vorum ótrúlega hrifnar af hárinu hennar, hún var með messy bun og leyfði krullunum sínum að njóta sín.
Hún var með fallegan silfraðan augnskugga í stíl við pilsið sitt og skartaði að sjálfsögðu sínar signature Zendaya augabrúnir.


Vanessa Hudgens
Vanessa var með hárið skipt í miðju og sleikt aftur í háan 90s bun. Ótrúlega fallega förðuð, húðin hennar var í sérflokki!

Lily James
Himnesk með fullkomið effortless hár, látlausir liðir. Förðunin hennar tónaði fullkomlega við kjólinn, fjólutóna augnförðun og dökkur augnblýantur í votlínu. Við vorum sjúkar í þetta look!

Maddie Ziegler
Látlaust updo með liðuðum lokkum. Förðunin var einstaklega falleg, monochrome förðun með brúnum tónum.

Kourtney Kardashian
Túberað slick back og greitt aðeins til hliðar, algjör töffari. Förðunin mjög klassísk, falleg skygging og varirnar í fullkomnun nude tón og juicy.

Sofia Carson
Falleg djúp hliðar skipting og hárið vel sleikt aftur!
Augabrúnirnar stóðu uppúr, full on soap brows og klassískur svartur eyeliner með spíss.

Demi Singleton
Demi var með fallega langa fléttu sem var skreytt með steinum í stíl við kjólinn hennar, skrautið setti algjörlega punktinn yfir i-ið. Förðunin hennar var náttúruleg og falleg.

Saniyya Sidney
Ballerina bun og toppur! Toppurinn er klárlega að koma með comeback og við vorum að elska þetta lúkk. Förðunin var látlaus og augun fallega römmuð inn.
