Fyrir 13 dögum var Duplantis staddur í Belgrad í Serbíu þar sem HM innanhúss í frjálsum íþróttum fer nú fram.
Þá setti hann heimsmet í stangarstökki sem stóð allt þangað til í dag, þegar hann bætti eigið heimsmet enn á ný.
Fyrir 13 dögum fór Duplantis yfir 6,19 metra en í dag gerði hann gott betur og fór yfir 6,20 metra.
Það mátti ekki tæpara standa en Duplantis strauk rána í þriðju og síðustu tilraun sinni. Hún hélt þó sínum stað og enn eitt heimsmet Duplantis staðreynd.