Sport

Duplantis bætti eigið heimsmet enn á ný

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Duplantis sáttur eftir að hafa bætt eigið heimsmet enn á ný.
Duplantis sáttur eftir að hafa bætt eigið heimsmet enn á ný. Getty Images

Hinn sænski Armand Gustav Duplantis bætti eigið heimsmet í stangarstökki enn á ný en aðeins eru 13 dagar síðan hann bætti það síðast.

Fyrir 13 dögum var Duplantis staddur í Belgrad í Serbíu þar sem HM innanhúss í frjálsum íþróttum fer nú fram. 

Þá setti hann heimsmet í stangarstökki sem stóð allt þangað til í dag, þegar hann bætti eigið heimsmet enn á ný.

Fyrir 13 dögum fór Duplantis yfir 6,19 metra en í dag gerði hann gott betur og fór yfir 6,20 metra. 

Það mátti ekki tæpara standa en Duplantis strauk rána í þriðju og síðustu tilraun sinni. Hún hélt þó sínum stað og enn eitt heimsmet Duplantis staðreynd.


Tengdar fréttir

Rojas stórbætti eigið heimsmet

Yulimar Rojas frá Venesúela gerði sér lítið fyrir og stórbætti eigið heimsmet í þrístökki kvenna á heimsmeistaramótinu innanhúss í frjálsum íþróttum. Mótið fer fram í Belgrad í Serbíu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.