Sport

Rojas stórbætti eigið heimsmet

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rojas fagnar eftir stökk dagsins.
Rojas fagnar eftir stökk dagsins. EPA-EFE/ROBERT GHEMENT

Yulimar Rojas frá Venesúela gerði sér lítið fyrir og stórbætti eigið heimsmet í þrístökki kvenna á heimsmeistaramótinu innanhúss í frjálsum íþróttum. Mótið fer fram í Belgrad í Serbíu.

Hin 26 ára gamla Rojas stökk lengst 15,74 metra í dag og bætti þar eigið heimsmet um heilan 31 sentímetra. 

Hún á einnig heimsmetið utanhúss en það setti Rojas á Ólympíuleikunum í Tókýó á síðasta ári er hún stökk 15,67 metra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.