Tónlist

„Óraunverulegt að vera kölluð aftur og aftur upp á svið“

Tinni Sveinsson skrifar
Birgitta Haukdal og Írafár koma fram á Hlustendaverðlaununum.
Birgitta Haukdal og Írafár koma fram á Hlustendaverðlaununum. Vísir

Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 og á Vísi. Hljómsveitin Írafár kemur fram á hátíðinni en hún á enn metið í fjölda verðlauna frá upphafi Hlustendaverðlaunanna.

Liðin eru nær tuttugu ár síðan þetta met Írafár var sett. Birgitta Haukdal var þá valin söngkona ársins og kynþokkafyllsti popparinn, plata ársins var Allt sem ég sé, lag ársins Ég sjálf, myndband ársins Allt sem ég sé, sveitin var valin vinsælasta hljómsveitin og heimasíðan þeirra irafar.is sú besta.

Birgitta man vel eftir þessu kvöldi og segir hún það hafa verið óraunverulegt að vera kölluð aftur og aftur upp á svið að taka á móti verðlaunum.

Klippa: Trúir því ekki að það séu liðin 20 ár - Hlust­enda­verð­launin 2022

Njóta þess að koma fram

Hún segir hljómsveitina njóta þess meira að koma fram í dag en áður. „Í dag er hvert augnablik dýrmætara en áður þegar við vorum alltaf alls staðar,“ segir Birgitta og eiga áhorfendur í kvöld því von á góðu.

Hægt er að rifja upp gömlu Hlustendaverðlaunin sem Írafár rúllaði upp í spilaranum hér fyrir neðan. 

Klippa: Hlustendaverðlaunin 2003

Hlustendaverðlaunin 2022 eru í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 19. Einnig verður hægt að horfa á þau hér á Vísi. Verðlaunahátíðin er haldin í Kolaportinu.

Atriðin sem koma fram í ár eru átta talsins en auk Írafárs koma fram Aron Can, Sigga Beinteins, Kælan mikla, Bríet, GDRN, Jón Jónsson og Hugo.

Eftirfarandi listamenn koma til greina til verðlaunanna. Kosning fór fram hér á Vísi fyrr á árinu og bárust alls 93 þúsund atkvæði.


Lag ársins

 • Ég var að spá - RAKEL, JóiPé, CeaseTone
 • FLÝG UPP - Aron Can
 • Spurningar - Birnir, Páll Óskar
 • Segðu mér - Friðrik Dór
 • Ef ástin er hrein - Jón Jónsson, GDRN
 • Ástrós - Bubbi Morthens, BRÍET
 • Veldu stjörnu - Ellen Kristjánsdóttir, John Grant

Poppflytjandi ársins

 • BRÍET
 • Jón Jónsson
 • Herra Hnetusmjör
 • Daði Freyr
 • Friðrik Dór
 • Bubbi Morthens
 • GDRN

Rokkflytjandi ársins

 • Kaleo
 • superserious
 • Skrattar
 • Sign
 • GRÓA
 • BSÍ
 • Hylur
 • DIMMA

Söngkona ársins

 • Bríet
 • GDRN
 • Sigrún Stella
 • Rakel Sigurðardóttir
 • Margrét Rán
 • Kristín Sesselja
 • Klara Elias
 • Ellen Kristjánsdóttir

Söngvari ársins

 • Jökull Júlíus
 • Kristófer Jensson
 • Aron Can
 • Herra Hnetusmjör
 • Friðrik Dór
 • Jón Jónsson
 • Bubbi Morthens
 • Sverrir Bergmann

Plata ársins

 • Undir Köldum Norðurljósum - Kælan Mikla
 • ANDI, LÍF, HJARTA, SÁL - Aron Can
 • Kick The Ladder - Kaktus Einarsson
 • Lengi lifum við - Jón Jónsson
 • Sjálfsmynd - Bubbi
 • Bau Air - Ingi Bauer
 • KBE kynnir: Flottur Skrákur 2 - Herra Hnetusmjör
 • Surface Sounds - KALEO

Nýliði ársins

 • Hylur
 • BSÍ
 • Rakel Sigurðardóttir
 • HUGO
 • Karen Ósk
 • Poppvélin
 • Þorsteinn Einarsson
 • FLOTT

Myndband ársins

Kælan Mikla - Hvítir Sandar. Leikstjóri: Máni Sigfússon.

Klippa: Kælan Mikla - Hvítir Sandar feat. Alcest

superserious - Let's Be Grown Ups. Leikstjórar: Daníel Jón og Haukur Jóhannesson

Klippa: Superserious - Let's Be Grown Ups

Birnir og Páll Óskar - Spurningar. Leikstjóri: Magnús Leifsson.

Klippa: Birnir - Spurningar (feat. Páll Óskar)

Aron Can - FLÝG UPP X VARLEGA. Leikstjóri: Erlendur Sveinsson.

Klippa: Aron Can - Flýg upp // Varlega

Þorsteinn Einarsson - Shackles. Leikstjóri: Niklas Schwärzler.

Klippa: Þorsteinn Einarsson - Shackles

Daði & Gagnamagnið - 10 Years. Leikstjóri: Guðný Rós Þórhallsdóttir.

Klippa: Daði & Gagnamagnið - 10 Years

Hipsumhaps - Meikaða. Leikstjóri: Lil Binni.

Klippa: Hipsumhaps - Meikaða

Inspector Spacetime - Dansa og bánsa. Leikstjórar: Nikulás Tumi og Arína Vala Þórðardóttir.

Klippa: Inspector Spacetime - Dansa og bánsa

Daughters of Reykjavík - HOT MILF SUMMER. Leikstjórn: Arína Vala Þórðadóttir.

Klippa: Daughters of Reykjavík - HOT MILF SUMMER feat. STEPMOM

Kaleo - Break My Baby. Leikstjórn: Hörður Freyr Brynjarsson.

Klippa: Kaleo - Break My Baby





Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.