Sport

Gunnar ekki í vandræðum með að losna við kílóin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar á vigtinni í morgun með mottuna góðu.
Gunnar á vigtinni í morgun með mottuna góðu. mynd/mjölnir

Gunnar Nelson náði löglegri þyngd á vigtinni í Lundúnum í morgun. Slíkt hið sama gerði andstæðingur hans þannig að allt er klárt fyrir bardagann annað kvöld.

Gunnar þurfti að kasta af sér fimm kílóum á þremur dögum og gerði það leikandi létt eins og venjulega. Hann mátti í mesta lagi vera 171 pund og var nákvæmlega það.

Andstæðingur hans, Takashi Sato, var 170 pund. Það gera 77,5 kg á Gunnar og slétt 77 kg á Sato.

Bardagi þeirra fer fram í O2 Arena í Lundúnum annað kvöld. Þetta er fyrsti bardagi Gunnars síðan árið 2019.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar: Er búinn að vinna í veikleikunum

Gunnar Nelson barðist síðast þegar enginn hafði heyrt orðið Covid. Hann hefur aftur á móti nýtt tímann vel og mætir til London í frábæru formi.

Sato ætlar að klára Gunnar

Gunnar Nelson mun mæta hinum japanska Takashi Sato á UFC-bardagakvöldinu í London næsta laugardagskvöld.

Meiðsla­frír Gunnar er klár í slaginn

Gunnar Nelson stígur loksins inn í búrið á nýjan leik um næstu helgi er hann berst við Japanann Takashi Sato í London. Hann ræddi við Vísi og Stöð 2 í Mjölni í dag þar sem hann hefur verið að undirbúa sig fyrir komandi bardaga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.