Sport

Gunnar: Er búinn að vinna í veikleikunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar í myndatöku fyrir bardagakvöldið í London.
Gunnar í myndatöku fyrir bardagakvöldið í London. mynd/mjölnir

Gunnar Nelson barðist síðast þegar enginn hafði heyrt orðið Covid. Hann hefur aftur á móti nýtt tímann vel og mætir til London í frábæru formi.

„Það góða við að vera frá í tvö ár er að maður hefur haft tíma til þess að taka tækni og stöður í gegn sem maður var ekki nógu góður í. Vinna í veikleikum,“ segir Gunnar í samtali við Pétur Marinó Jónsson hjá MMAfréttir.is.

„Ég er mjög spenntur að fara inn í búrið á laugardaginn því mér finnst ég hafa breyst svolítið sem bardagamaður.“

Andstæðingur Gunnars er Japaninn Takashi Sato og Gunnar hefur skoðað hann eins vel og hann getur.

„Hann er góður standandi og með gott júdó. ég verð að passa mig að missa ekki jafnvægið í glímunni því hann getur nýtt sér það með gagnárásum. Hann er örugglega með þungar mjaðmir eins og júdókappar eru oftast með. Mér finnst samt líklegt að hann vilji halda bardaganum standandi,“ segir Gunnar en hvernig býst hann við því að bardaginn byrji?

„Hann stendur ekkert mjög fastur í lappirnar. Hann er snöggur þannig að ég býst við að þetta byrji rólega. Maður veit samt aldrei. Kannski kem ég bara inn og „blitza“ um leið.“

Gunnar fer yfir víðan völl í viðtalinu og ræðir meðal annars nýja samninginn sinn við UFC.

MMA

Tengdar fréttir

Sato ætlar að klára Gunnar

Gunnar Nelson mun mæta hinum japanska Takashi Sato á UFC-bardagakvöldinu í London næsta laugardagskvöld.

Meiðsla­frír Gunnar er klár í slaginn

Gunnar Nelson stígur loksins inn í búrið á nýjan leik um næstu helgi er hann berst við Japanann Takashi Sato í London. Hann ræddi við Vísi og Stöð 2 í Mjölni í dag þar sem hann hefur verið að undirbúa sig fyrir komandi bardaga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.