Sport

Meiðsla­frír Gunnar er klár í slaginn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gunnar Nelsone er til í tuskið.
Gunnar Nelsone er til í tuskið. Vísir/Sigurjón

Gunnar Nelson stígur loksins inn í búrið á nýjan leik um næstu helgi er hann berst við Japanann Takashi Sato í London. Hann ræddi við Vísi og Stöð 2 í Mjölni í dag þar sem hann hefur verið að undirbúa sig fyrir komandi bardaga.

Gunnar Nelson átti upprunalega að berjast gegn Brasilíu-Bretanum Claudio Silva en hann þurfti að draga sig úr keppni. Í staðinn kemur 31 árs Japani, Takashi Sato, í hans stað. Sá er með 16 sigra í 20 bardögum.

„Það hefur ekki verið svona gott lengi. Ég er algjörlega laus við öll meiðsli og eymsli og er klár í slaginn. Ég er meiðslafrír, er búinn að vera berjast við meiðsli og það er alveg frítt svo æfingarnar hafa gengið rosalega smurt sem veldur því að maður er í rosalegu góðu formi enda engin meiðsli að aftra manni,“ sagði Gunnar um líkamlegt atgervi sitt.

„Ég held nú ekki. Það kemur í ljós. Maður er búinn að vera í þessu þetta lengi og maður hefur tekið pásur áður. Aldrei svo sem fundið neitt sérstaklega fyrir því,“ sagði Gunnar að endingu um mögulegt ryð enda orðið töluvert langt síðan hann keppti síðast.

Viðtalið við Gunnar má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Gunnar Nelson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×