Sport

Keppti í svigi á ÓL á nærbuxunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manoel Bourdenx kemur hér í mark í sviginu og var þá örugglega orðið svolítið kaldur.
Manoel Bourdenx kemur hér í mark í sviginu og var þá örugglega orðið svolítið kaldur. Getty/Alexander Hassenstein

Franskur keppandi á Vetrarólympíumóti fatlaðra fór afar sérstaka leið að því að mótmæla því að keppendur á Ólympíumóti fatlaðra fá ekki að upplifa það sama og þeir sem keppa á sjálfum Ólympíuleikunum.

Manoël Bourdenx er 34 ára Frakki og keppt í svigi á Paralympics í Peking um síðustu helgi. Uppátæki hans vakti vissulega athygli.

Bourdenx keppti nefnilega á nærbuxunum en hann var bara með borða sem hann vafði utan um sig auk þess að vera í keppnisvestinu sem sýndi keppnisnúmer hans.

Á borðanum stóð: Allir geta látið sig dreyma um að keppa á Ólympíuleikum. Erum við minna virði?

Það var við frostmark þar sem keppendur lögðu af stað en hitinn var þó kominn upp i sex gráður í markinu. Honum var þó örugglega ansi kalt þarna uppi með bera leggina í brekkunni og ferðin á honum hjálpaði honum ekki þar.

Bourdenx þurfti að láta taka af sér annan fótinn árið 2017 eftir að hafa orðið fyrir hákarlaárás á Hawaí.

Bourdenx kom í mark í tuttugasta sæti eða fimmtán sætum á eftir Íslendingnum Hilmari Snæ Örvarssyni sem varð fimmti. Landi Bourdenx, Arthur Bauchet, vann keppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×