Innlent

Leit að ferða­manni að Fjalla­baki

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Davíð segir að boð úr neyðarsendinum hafi reynst nokkuð nákvæmt og vonir eru bundnar við að finna konuna sem fyrst.
Davíð segir að boð úr neyðarsendinum hafi reynst nokkuð nákvæmt og vonir eru bundnar við að finna konuna sem fyrst. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis.

Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við fréttastofu að búið sé að ná sambandi við ferðamanninn. 

„Þetta er erlendur ferðamaður sem er að ferðast einsamall á hálendinu og virðist vera orðinn kaldur og hrakinn, væntanlega hefur hún lent í veðurofsanum og virkjaði neyðarsendi. Það er búið að kalla út fleiri björgunarsveitir á bæði snjósleðum og snjóbílum til að fara þarna upp á hálendið,“ segir Davíð Már.

Hann bætir við að nokkur snjóþungi og leiðinlegt veður sé á hálendinu um þessar mundir.

Aðspurður segir hann ekki nákvæmlega vitað hvert ástandið á ferðamanninum sé, annað en að hún sé orðin nokkuð köld og hrakin. 

„Það eru nokkrir hópar þarna á leiðinni upp á hálendi, það er búið að senda snjóbíla úr Reykjavík og af Suðurlandi þannig að björgunarsveitir eru bara á leiðinni upp á hálendið,“ segir Davíð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×