Risadagur á NFL-markaðnum í gær með metsamningi og kveðjustund í Seattle Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2022 13:31 Aaron Rodgers fær yfir 26 milljarða í laun næstu fjögur árin. Getty/Quinn Harris Það vantaði ekki stóru fréttirnar af leikmannamarkaði NFL-deildarinnar í gær og á næstu dögum eru líkur á að það verði fleiri fréttir af því hvar öflugir leikmenn finni sér heimili fyrir næstu leiktíð. Tveir af bestu leikstjórnendum deildarinnar gengu frá sínum málum í gær. Mikilvægasti leikmaður síðustu tveggja tímabila, Aaron Rodgers, var jafnvel að íhuga það að hætta að spila en fær í staðinn metsamning hjá Green Bay Packers. Á móti þá er leikstjórnandinn Russell Wilson á leiðinni frá Seattle Seahawks til Denver Broncos í skiptum fyrir þrjá leikmenn og fullt af valréttum. Aaron Rodgers and the Packers have agreed on a 4-year, $200M deal to make him the highest-paid NFL player ever, per @RapSheet @brgridiron pic.twitter.com/MVuRdjiDGk— Bleacher Report (@BleacherReport) March 8, 2022 Til að halda leikstjórndana sínum þá buðu forráðamenn Packers Aaroni Rodgers tvö hundruð milljónir Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning eða 26,5 milljarða íslenskra króna. Hann er 38 ára í dag og verður því 42 ára þegar samningurinn rennur út. Þetta er stærsti samningur í sögu NFL þegar kemur að árslaunum leikmanns. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Það sem meira er að Aaron Rodgers er öruggur um 153 milljónir af þessum tvö hundruð. Strax og gengið hafði verið frá þessu þá festu Packers menn útherjann Davante Adams en hvert félag getur það með svokölluðu „franchise tag“. Það eru miklar breytingar hjá Seattle Seahawks liðinu en félagið hefur verið byggt upp í kringum leikstjórnandann Russell Wilson í tíu ár. Ekki lengur því hann er á förum. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Wilson var sendur til Denver í skiptum fyrir leikstjórnandann Drew Lock, innherjann Noah Fant, varnarlínumanninn Shelby Harris og svo fullt af valréttum þar á meðal tvo valrétti úr fyrstu umferð (2022 og 2023), tvo valrétti úr annarri umferð (2022 og 2023). Wilson fær nú fullt af nýjum vopnum hjá Denver Broncos liðinu á næstu leiktíð og þar er á ferðinni mjög spennandi lið. Seattle Seahawks lét tvo frá sér í gær tvo síðustu lykilleikmennina úr meistaraliðinu frá 2014 því félagið lét fyrirliða varnarlínunnar, Bobby Wagner, einnig fara. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) NFL Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Sjá meira
Tveir af bestu leikstjórnendum deildarinnar gengu frá sínum málum í gær. Mikilvægasti leikmaður síðustu tveggja tímabila, Aaron Rodgers, var jafnvel að íhuga það að hætta að spila en fær í staðinn metsamning hjá Green Bay Packers. Á móti þá er leikstjórnandinn Russell Wilson á leiðinni frá Seattle Seahawks til Denver Broncos í skiptum fyrir þrjá leikmenn og fullt af valréttum. Aaron Rodgers and the Packers have agreed on a 4-year, $200M deal to make him the highest-paid NFL player ever, per @RapSheet @brgridiron pic.twitter.com/MVuRdjiDGk— Bleacher Report (@BleacherReport) March 8, 2022 Til að halda leikstjórndana sínum þá buðu forráðamenn Packers Aaroni Rodgers tvö hundruð milljónir Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning eða 26,5 milljarða íslenskra króna. Hann er 38 ára í dag og verður því 42 ára þegar samningurinn rennur út. Þetta er stærsti samningur í sögu NFL þegar kemur að árslaunum leikmanns. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Það sem meira er að Aaron Rodgers er öruggur um 153 milljónir af þessum tvö hundruð. Strax og gengið hafði verið frá þessu þá festu Packers menn útherjann Davante Adams en hvert félag getur það með svokölluðu „franchise tag“. Það eru miklar breytingar hjá Seattle Seahawks liðinu en félagið hefur verið byggt upp í kringum leikstjórnandann Russell Wilson í tíu ár. Ekki lengur því hann er á förum. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Wilson var sendur til Denver í skiptum fyrir leikstjórnandann Drew Lock, innherjann Noah Fant, varnarlínumanninn Shelby Harris og svo fullt af valréttum þar á meðal tvo valrétti úr fyrstu umferð (2022 og 2023), tvo valrétti úr annarri umferð (2022 og 2023). Wilson fær nú fullt af nýjum vopnum hjá Denver Broncos liðinu á næstu leiktíð og þar er á ferðinni mjög spennandi lið. Seattle Seahawks lét tvo frá sér í gær tvo síðustu lykilleikmennina úr meistaraliðinu frá 2014 því félagið lét fyrirliða varnarlínunnar, Bobby Wagner, einnig fara. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl)
NFL Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Sjá meira