The Open: Anníe inn á topp tuttugu og Sara inn á topp hundrað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2022 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir keppir ekki í einstaklingskeppninni í ár en er samt langefst af íslensku keppendunum á The Open. Instagram/@anniethorisdottir Ísland á fjóra fulltrúa meðal þeirra hundrað efstu í karla- og kvennaflokki eftir tvo fyrstu hlutana á The Open, fyrsta hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit. CrossFit samtökin hafa nú tekið á móti öllum úrslitum fyrir annan hluta The Open og þó að niðurstöðurnar séu ekki endanlega staðfestar þá breytast þær ekki mikið úr þessu. Topp tíu hjá íslensku körlunum eftir tvo fyrstu hluta The Open 2022.CrossFit Games Tíu prósent keppenda tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum en þar verður síðan keppt um sæti í undanúrslitunum. Allt miðast þetta við að tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust. Þriðji og síðasti hluti The Open hefst á morgun. Anníe Mist Þórisdóttir er langefst af íslenska CrossFit fólkinu. Hún náði 37. besta árangrinum í 22.2 og það skilar henni alla leið upp í tuttugasta sætið á heildarlistanum. Þuríður Erla Helgadóttir hækkaði sig líka um fimm sæti og er núna í 52. sæti. Jöfn og góð byrjun hennar lofar góðu fyrir framhaldið. Sara Sigmundsdóttir hækkaði sig líka mikið frá því í 22.1 en hún fór úr 117. sæti og upp í 74. sæti. Topp tíu hjá íslensku konunum eftir tvo fyrstu hluta The Open 2022.CrossFit Games Björgvin Karl Guðmundsson er síðan fjórði Íslendingurinn inn á topp hundrað og jafnframt eini íslenski karlmaðurinn þar. Björgin datt niður um 27 sæti en er í 77. sæti eftir fyrstu tvo hlutina. Næsti íslenski karlmaður á eftir Björgvini er Þorri Þorláksson sem er í 475. sæti í heildarkeppninni. Ingvar Svavarsson er í 647. sæti, Bjarni Leifs er í 902. sæti og Alex Daði Reynisson er í 1170. sæti. Katrín Tanja Davíðsdóttir er fjórða hjá íslensku konunum en er bara í 208. sæti samanlagt. Katrín féll niður um 62 sæti milli vikna. Sólveig Sigurðardóttir er fimmta meðal íslensku kvennanna en í 213. sæti í heildarkeppninni. Hin átján ára gamla Mallory O'Brien heldur efsta sætinu en heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er kominn upp í efsta sætið eftir að haga náði bestum árangri allra í 22.2 Norski táningurinn Leah Stören er nú í þriðja sætinu en hún er bara átján ára eins og O'Brien. Norðmenn eiga líka Andrea Solberg í fimmta sætinu en á undan henni er Frakkinn Laurie Clément. Brooke Wells, sem er að koma til baka eftir meiðsli, er nú sjöunda en sjötta er Emma McQuaid frá Írlandi. Bandaríkjamenn eru í efstu þremur sætunum hjá körlunum. Phil Toon er fyrstur, Saxon Panchik er annar og Matt Poulin er þriðji. Svíinn Victor Ljungdal sem varð fyrstu eftir 22.1 datt niður í fjórða sætið og heimsmeistarinn Justin Medeiros er fimmti eins og í viku eitt. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sjá meira
CrossFit samtökin hafa nú tekið á móti öllum úrslitum fyrir annan hluta The Open og þó að niðurstöðurnar séu ekki endanlega staðfestar þá breytast þær ekki mikið úr þessu. Topp tíu hjá íslensku körlunum eftir tvo fyrstu hluta The Open 2022.CrossFit Games Tíu prósent keppenda tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum en þar verður síðan keppt um sæti í undanúrslitunum. Allt miðast þetta við að tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust. Þriðji og síðasti hluti The Open hefst á morgun. Anníe Mist Þórisdóttir er langefst af íslenska CrossFit fólkinu. Hún náði 37. besta árangrinum í 22.2 og það skilar henni alla leið upp í tuttugasta sætið á heildarlistanum. Þuríður Erla Helgadóttir hækkaði sig líka um fimm sæti og er núna í 52. sæti. Jöfn og góð byrjun hennar lofar góðu fyrir framhaldið. Sara Sigmundsdóttir hækkaði sig líka mikið frá því í 22.1 en hún fór úr 117. sæti og upp í 74. sæti. Topp tíu hjá íslensku konunum eftir tvo fyrstu hluta The Open 2022.CrossFit Games Björgvin Karl Guðmundsson er síðan fjórði Íslendingurinn inn á topp hundrað og jafnframt eini íslenski karlmaðurinn þar. Björgin datt niður um 27 sæti en er í 77. sæti eftir fyrstu tvo hlutina. Næsti íslenski karlmaður á eftir Björgvini er Þorri Þorláksson sem er í 475. sæti í heildarkeppninni. Ingvar Svavarsson er í 647. sæti, Bjarni Leifs er í 902. sæti og Alex Daði Reynisson er í 1170. sæti. Katrín Tanja Davíðsdóttir er fjórða hjá íslensku konunum en er bara í 208. sæti samanlagt. Katrín féll niður um 62 sæti milli vikna. Sólveig Sigurðardóttir er fimmta meðal íslensku kvennanna en í 213. sæti í heildarkeppninni. Hin átján ára gamla Mallory O'Brien heldur efsta sætinu en heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er kominn upp í efsta sætið eftir að haga náði bestum árangri allra í 22.2 Norski táningurinn Leah Stören er nú í þriðja sætinu en hún er bara átján ára eins og O'Brien. Norðmenn eiga líka Andrea Solberg í fimmta sætinu en á undan henni er Frakkinn Laurie Clément. Brooke Wells, sem er að koma til baka eftir meiðsli, er nú sjöunda en sjötta er Emma McQuaid frá Írlandi. Bandaríkjamenn eru í efstu þremur sætunum hjá körlunum. Phil Toon er fyrstur, Saxon Panchik er annar og Matt Poulin er þriðji. Svíinn Victor Ljungdal sem varð fyrstu eftir 22.1 datt niður í fjórða sætið og heimsmeistarinn Justin Medeiros er fimmti eins og í viku eitt. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sjá meira