Sport

Missti ömmu sína daginn eftir að hún varð drottning Ólympíuleikana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marte Olsbu Roeiseland sést hér á einni af fimm verðlaunaathöfnum sínum á Vetrarólympíuleikunum í Peking.
Marte Olsbu Roeiseland sést hér á einni af fimm verðlaunaathöfnum sínum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Getty/Patrick Smith

Hin norska Marte Olsbu Røiseland átti magnaða Vetrarólympíuleika í Peking þar sem hún vann alls fimm verðlaun í skíðaskotfimi. Engin kona vann fleiri verðlaun á leikunum. Eftir að Marte vann síðustu verðlaun sín bárust henni hins vegar sorgarfréttir frá Noregi.

Marte Olsbu Røiseland deildi fréttinni um ömmu sína.Instagram

Røiseland varð drottning leikanna í Kína með því að vinna þrjú gull og tvö brons. Hún vann sprettgönguna, eltigönguna og var í sigursveit Norðmanna í boðgöngunni. Marte fékk síðan bronsverðlaun í bæði 15 kílómetra göngunni sem og í hópstartinu.

Amma hennar, hin 89 ára gamla Björg Karine, hafði alltaf verið hennar dyggasti stuðningsmaður, en hún kvaddi þennan heim daginn eftir að Marte vann fimmta verðlaunapening sinn.

Björg hafði barist lengi við veikindi en lét þau ekki stoppa sig að sjá barnabarnið sitt raða inn verðlaunum á leikunum. Amma hennar barðist í gegnum síðustu vikurnar og náði að sjá Marte standa fimm sinnum á verðlaunapallinum.

Marte hefur talað um það í viðtölum að amma hennar hafi alltaf verið sú stoltasta í fjölskyldunni af hennar afrekum.

Marte hafði náð að vinna tvenn silfurverðlaun í Pyeongchang fyrir fjórum árum en nú gerði það sem engin kona hafði afrekað áður.

Hún vann fyrst kvenna verðlaun í öllum fjórum einstaklingsgreinunum en því hafði aðeins norsku síðaskotfimimaðurinn Ole Einar Bjoerndalen náð í sögu leikanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.