Körfubolti

Styrmir stiga­hæstur í fyrsta sigri ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Styrmir Snær Þrastarson átti mjög góðan leik og sá til þess að árið byrjaði vel hjá liði hans.
Styrmir Snær Þrastarson átti mjög góðan leik og sá til þess að árið byrjaði vel hjá liði hans. Getty/Marcin Golba

Styrmir Snær Þrastarson átti mjög góðan leik í dag þegar lið hans Zamora byrjaði nýtt ár á því að vinna Melilla í spænsku B-deildinni í körfubolta.

Zamora vann leikinn á endanum með níu stiga mun, 97-88.

Styrmir Snær var stigahæstur í sínu liði með átján stig, auk þess að taka tvö fráköst og gefa tvær stoðsendingar.

Hann skilaði þessum átján stigum á aðeins 23 mínútum en Styrmir setti meðal annars niður þrjá þrista í þessum leik.

Styrmir er að skora 11,7 stig í leik þannig að hann var að skila mun fleiri stigum í þessum leik sem lofar góðu fyrir framhaldið á tímabilinu.

Zamor er í sjötta sæti deildarinnar með 22 stig, sjö stig og átta töp en Melilla er í fimmtánda sæti.

Efsta liðið fer beint upp en næstu átta fara í úrslitaleik um laust sæti í spænsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×