Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Atli Ísleifsson, Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 24. febrúar 2022 06:23 Úkraínskir hermenn á ferðinni í dag. AP/Vadim Ghirda Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. Pútín hélt ávarp í nótt þar sem hann sagði frá innrásinni. Í því sagði hann að markmiðið væri að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „að afmá nasismann“ sem hann og rússneskir fjölmiðlar hafa haldið fram að grasseri í Úkraínu. Pútín hefur undanfarnar vikur krafist þess að Atlantshafsbandalagið hætti útrás sinni til austurs og þess að Úkraína fái ekki möguleika á að ganga til liðs við bandalagið. Hann sagði í ávarpi sínu í morgun að Donetsk og Luhansk, héruð í Úkraínu en Rússland viðurkenndi sjálfstæði þeirra á mánudag, hafi óskað eftir aðstoð Rússa og þeir hafi ekki getað setið hjá. Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Það sem vitað er um ástandið í Úkraínu: Rússar réðust á Úkraínu úr norðri, austri og suðri, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Árásin hófst þó á eldflauga- og stórskotaliðsárásum á skotmörk víðsvegar um Úkraínu. Skothríðin beindist að miklu leyti að flugvöllum Úkraínuhers og loftvörnum. Varnamálaráðuneyti Rússlands segist hafa ónýtt flugherafla Úkraínumanna og hafa rússneskir hermenn tekið yfir Chernobyl kjarnorkuverið. Úkraínumenn náðu aftur stjórn yfir Hostomel flugvellinum við Kænugarð eftir átök við Rússa. Tölur um mannfall hafa borist víðsvegar að en þær eru að mestu leyti óáreiðanlegar. Bardagar hafa geisað milli þúsunda manna víðsvegar um Úkraínu. Volodímír Selenskíj, forseti Úkraínu, greindi frá því í ávarpi seint í kvöld að 137 hefðu dáið í innrásinni og 316 særst. Hann sagðist vera helsta skotmark Pútíns. Varnir Úkraínuhers í austri, nærri Kharkiv eru sagðar hafa gengið vel. Það sama má ekki segja um varnir við Krímskaga en rússneskar hersveitir eru sagðar hafa náð langt inn í land þar. Þá eru Rússar að gera sterka sókn að Kænugarði frá Hvíta-Rússlandi. Innrásin hefur verið fordæmd og gagnrýnd víða um heim. Alþjóðasamfélagið hefur boðað hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi en Bretland, Bandaríkin og Evrópusambandið kynntu umfangsmiklar aðgerðir í dag. Nágrannaríki Úkraínu í til vesturs hafa opnað landamæri sín fyrir fólk á flótta undan átökunum. Sameinuðu þjóðirnar telja að hundruð þúsund manna hafi þurft að flýja Úkraínu. Helstu fréttir Vísis frá Úkraínu: Grípa til refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Var viku að forða eignum fyrirtækisins úr landi „Ég svara ykkur eftir nokkra daga ef ég verð enn á lífi“ Matvöruverslanir og hraðbankar tæmdir í Kænugarði Við munum fylgjast með gangi mála í dag í vaktinni hér að neðan.
Pútín hélt ávarp í nótt þar sem hann sagði frá innrásinni. Í því sagði hann að markmiðið væri að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „að afmá nasismann“ sem hann og rússneskir fjölmiðlar hafa haldið fram að grasseri í Úkraínu. Pútín hefur undanfarnar vikur krafist þess að Atlantshafsbandalagið hætti útrás sinni til austurs og þess að Úkraína fái ekki möguleika á að ganga til liðs við bandalagið. Hann sagði í ávarpi sínu í morgun að Donetsk og Luhansk, héruð í Úkraínu en Rússland viðurkenndi sjálfstæði þeirra á mánudag, hafi óskað eftir aðstoð Rússa og þeir hafi ekki getað setið hjá. Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Það sem vitað er um ástandið í Úkraínu: Rússar réðust á Úkraínu úr norðri, austri og suðri, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Árásin hófst þó á eldflauga- og stórskotaliðsárásum á skotmörk víðsvegar um Úkraínu. Skothríðin beindist að miklu leyti að flugvöllum Úkraínuhers og loftvörnum. Varnamálaráðuneyti Rússlands segist hafa ónýtt flugherafla Úkraínumanna og hafa rússneskir hermenn tekið yfir Chernobyl kjarnorkuverið. Úkraínumenn náðu aftur stjórn yfir Hostomel flugvellinum við Kænugarð eftir átök við Rússa. Tölur um mannfall hafa borist víðsvegar að en þær eru að mestu leyti óáreiðanlegar. Bardagar hafa geisað milli þúsunda manna víðsvegar um Úkraínu. Volodímír Selenskíj, forseti Úkraínu, greindi frá því í ávarpi seint í kvöld að 137 hefðu dáið í innrásinni og 316 særst. Hann sagðist vera helsta skotmark Pútíns. Varnir Úkraínuhers í austri, nærri Kharkiv eru sagðar hafa gengið vel. Það sama má ekki segja um varnir við Krímskaga en rússneskar hersveitir eru sagðar hafa náð langt inn í land þar. Þá eru Rússar að gera sterka sókn að Kænugarði frá Hvíta-Rússlandi. Innrásin hefur verið fordæmd og gagnrýnd víða um heim. Alþjóðasamfélagið hefur boðað hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi en Bretland, Bandaríkin og Evrópusambandið kynntu umfangsmiklar aðgerðir í dag. Nágrannaríki Úkraínu í til vesturs hafa opnað landamæri sín fyrir fólk á flótta undan átökunum. Sameinuðu þjóðirnar telja að hundruð þúsund manna hafi þurft að flýja Úkraínu. Helstu fréttir Vísis frá Úkraínu: Grípa til refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Var viku að forða eignum fyrirtækisins úr landi „Ég svara ykkur eftir nokkra daga ef ég verð enn á lífi“ Matvöruverslanir og hraðbankar tæmdir í Kænugarði Við munum fylgjast með gangi mála í dag í vaktinni hér að neðan.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira