Sport

Á metfjölda medalía en er nú komin með hring: Simone Biles trúlofuð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Simone Biles virðir trúlofunarhringinn fyrir sér.
Simone Biles virðir trúlofunarhringinn fyrir sér. twitter-síða simone biles

Bandaríska fimleikakonan Simone Biles, ein skærasta íþróttastjarna heims, er trúlofuð.

Kærasti Biles heitir Jonathan Owens og leikur með Houston Texans í NFL-deildinni. Hann skellti sér á skeljarnar í gær og bar stóru spurninguna upp. Og Biles sagði já. Hún greindi frá tíðindunum á Twitter í dag.

„Vaknaði sem unnusta. Ég get ekki beðið eftir því að eyða allri ævinni með þér, þú ert allt sem mig dreymdi um og meira til. Giftumst!“ skrifaði Biles.

Biles og Owens hafa verið í sambandi síðan í ágúst 2020. Hún var áður með fimleikmanninum Stacey Ervin.

Hin 24 ára Biles er sigursælasta fimleikakona sögunnar. Hún vann til fimm gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking og hefur unnið nítján gullverðlaun á HM. Alls hefur hún unnið til 32 verðlauna á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.