Tónlist

Ellefu ára og gjörsamlega stal senunni í Glaumbæ

Stefán Árni Pálsson skrifar
Emma á sannarlega framtíðina fyrir sér í tónlistinni.
Emma á sannarlega framtíðina fyrir sér í tónlistinni.

Í skemmtiþættinum Glaumbær sem er dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum mættu þeir Ari Eldjárn og Eyþór Ingi og tóku nokkur vel valin lög með Birni Stefánssyni.

Ari Eldjárn sýndi það til að mynda í þættinum að hann er frábær trommari en Björn fékk einnig einn aukagest í salinn.

Hin 11 ára Emma Nardini Jónsdóttir mætti í salinn og flutti lagið A Thousand Years með Christina Perri.

Það má með sanni segja að Emma hafi vakið mikla athygli í þættinum og með rödd sem er í raun ótrúleg komandi frá ellefu ára stúlku.

Hér að neðan má sjá flutning hennar.

Klippa: Emma Nardini Jónsdóttir - A Thousand Years

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.