Shiffrin keppir á morgun en er hætt að tala við fjölmiðla á ÓL Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2022 14:31 Miklar væntingar voru gerðar til Mikaelu Shiffrin á Vetrarólympíuleikunum enda sannkölluð ofurstjarna í vetraríþróttum. getty/Tom Pennington Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin ætlar ekki að veita fleiri viðtöl á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Shiffrin hefur valdið miklum vonbrigðum í Peking og klúðraði fyrstu tveimur greinunum sínum, stórsvigi og svigi. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011, þegar hún var sextán ára, sem henni tekst ekki að klára tvær greinar í röð. Hin 26 ára Shiffrin barðist við tárin í viðtali við NBC eftir að hafa keyrt út af eftir aðeins fimm sekúndur í sviginu í gær. Shiffrin gaf meðal annars í skyn að hún myndi ekki keppa í fleiri greinum á Vetrarólympíuleikunum eftir vonbrigðin í stórsviginu og sviginu. Nú er hins vegar ljóst að hún keppir í risastórsvigi á morgun. Það verður í fyrsta sinn sem hún keppir í þeirri grein á Vetrarólympíuleikum. Shiffrin ætlar hins vegar ekki að veita fjölmiðlum viðtöl það sem eftir lifir Vetrarólympíuleikanna. Talskona hennar sendi Reuters skilaboð þar sem hún sagði að hvorki Shiffrin né móðir hennar og þjálfari, Eileen, myndu tala við fjölmiðla í nánustu framtíð. Mikla athygli vakti þegar tenniskonan Naomi Osaka hótaði að draga sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu á síðasta ári ef hún fengi ekki að sleppa við að mæta á blaðamannafundi. Hún sagði að aðstæðurnar á þeim settu ósanngjarna pressu á andlega heilsu íþróttafólks. Þá dró bandaríska ofurstjarnan Simone Biles sig úr leik í fjórum greinum á Ólympíuleikunum í Peking vegna andlegs álags. Shiffrin þykir eiga fína möguleika í risastórsviginu en hún vann þá grein á HM 2019. Shiffrin er einnig skráð til leiks í bruni og tvíkeppni á Vetrarólympíuleikunum. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sjá meira
Shiffrin hefur valdið miklum vonbrigðum í Peking og klúðraði fyrstu tveimur greinunum sínum, stórsvigi og svigi. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011, þegar hún var sextán ára, sem henni tekst ekki að klára tvær greinar í röð. Hin 26 ára Shiffrin barðist við tárin í viðtali við NBC eftir að hafa keyrt út af eftir aðeins fimm sekúndur í sviginu í gær. Shiffrin gaf meðal annars í skyn að hún myndi ekki keppa í fleiri greinum á Vetrarólympíuleikunum eftir vonbrigðin í stórsviginu og sviginu. Nú er hins vegar ljóst að hún keppir í risastórsvigi á morgun. Það verður í fyrsta sinn sem hún keppir í þeirri grein á Vetrarólympíuleikum. Shiffrin ætlar hins vegar ekki að veita fjölmiðlum viðtöl það sem eftir lifir Vetrarólympíuleikanna. Talskona hennar sendi Reuters skilaboð þar sem hún sagði að hvorki Shiffrin né móðir hennar og þjálfari, Eileen, myndu tala við fjölmiðla í nánustu framtíð. Mikla athygli vakti þegar tenniskonan Naomi Osaka hótaði að draga sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu á síðasta ári ef hún fengi ekki að sleppa við að mæta á blaðamannafundi. Hún sagði að aðstæðurnar á þeim settu ósanngjarna pressu á andlega heilsu íþróttafólks. Þá dró bandaríska ofurstjarnan Simone Biles sig úr leik í fjórum greinum á Ólympíuleikunum í Peking vegna andlegs álags. Shiffrin þykir eiga fína möguleika í risastórsviginu en hún vann þá grein á HM 2019. Shiffrin er einnig skráð til leiks í bruni og tvíkeppni á Vetrarólympíuleikunum.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sjá meira