Telur mögulegt að verið sé að gefa ráðherra heimild til skyldubólusetninga Snorri Másson skrifar 2. febrúar 2022 12:50 Helga Vala Helgadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir stórpólitískt mál að fela heilbrigðisráðherra heimild til að ákveða ónæmisaðgerðir eins og bólusetningu með reglugerð einni saman. Það geti veitt honum svigrúm til að setja á skyldubólusetningu. Sóttvarnalæknir verður samkvæmt nýju frumvarpi pólitískt skipaður. Frumvarp til nýrra sóttvarnalaga hefur verið lagt fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Síðast þegar það var lagt þar fram bárust tugir athugasemda, mikið til frá almenningi, þar sem miklum efasemdum var lýst um að sóttvarnalæknir yrði framvegis pólitískt skipaður. Sú breyting er enn fyrirhuguð. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður velferðarnefndar kveðst ekki gera athugasemdir við þessa tilteknu breytingu. „Það sem við höfum verið að gagnrýna er skortur á upplýsingum og skortur á aðkomu löggjafans í þessu, Alþingis, fulltrúa almennings. Sömuleiðis sé ég ekkert athugavert við að sóttvarnalæknir sé beint skipaður til fimm ára. Ég held að það sé bara jákvætt að það sé alveg skýrt,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Til stendur að færa verkefni sóttvarnalæknis, að leggja til samkomutakmarkanir í faraldursástandi, á fleiri hendur; nefnilega nýs fjölskipaðs stjórnvalds, farsóttanefndar. Þar verði sóttvarnalæknir þó formaður. „Ég held að það sé mjög brýnt að breikka ábyrgðina þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum eins og mér sýnist vera gert þarna varðandi farsóttarnefndina,“ segir Helga. Helga Vala hefur hins vegar efasemdir um að ráðherra verði falið vald til þess að kveða á um svokallaðar ónæmisaðgerðir með reglugerð - að fengnum tillögum farsóttarnefndar. „Þetta er stórpólitískt mál. Með þessu er í rauninni verið að gefa ráðherra heimild að því er mér sýnist fljótt á litið til þess að kveða á um skyldubólusetningar. Ég held að það þurfi að skoða það mjög gaumgæfilega,“ segir Helga Vala. Gagnrýnt hefur verið að ekki sé ráðist hraðar í afléttingar takmarkana. „Það segja sumir að það sé ekki lagastoð fyrir þeim aðgerðum sem við erum í núna og jafnvel sumir ráðherrar fullyrða það. Ég verð að álykta sem svo að þeir ráðherrar hafi fleiri gögn á borðinu en við óbreyttir þingmenn, við hljótum þá að kalla eftir því að fá þær upplýsingar,“ segir Helga Vala. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Frumvarp til nýrra sóttvarnalaga hefur verið lagt fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Síðast þegar það var lagt þar fram bárust tugir athugasemda, mikið til frá almenningi, þar sem miklum efasemdum var lýst um að sóttvarnalæknir yrði framvegis pólitískt skipaður. Sú breyting er enn fyrirhuguð. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður velferðarnefndar kveðst ekki gera athugasemdir við þessa tilteknu breytingu. „Það sem við höfum verið að gagnrýna er skortur á upplýsingum og skortur á aðkomu löggjafans í þessu, Alþingis, fulltrúa almennings. Sömuleiðis sé ég ekkert athugavert við að sóttvarnalæknir sé beint skipaður til fimm ára. Ég held að það sé bara jákvætt að það sé alveg skýrt,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Til stendur að færa verkefni sóttvarnalæknis, að leggja til samkomutakmarkanir í faraldursástandi, á fleiri hendur; nefnilega nýs fjölskipaðs stjórnvalds, farsóttanefndar. Þar verði sóttvarnalæknir þó formaður. „Ég held að það sé mjög brýnt að breikka ábyrgðina þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum eins og mér sýnist vera gert þarna varðandi farsóttarnefndina,“ segir Helga. Helga Vala hefur hins vegar efasemdir um að ráðherra verði falið vald til þess að kveða á um svokallaðar ónæmisaðgerðir með reglugerð - að fengnum tillögum farsóttarnefndar. „Þetta er stórpólitískt mál. Með þessu er í rauninni verið að gefa ráðherra heimild að því er mér sýnist fljótt á litið til þess að kveða á um skyldubólusetningar. Ég held að það þurfi að skoða það mjög gaumgæfilega,“ segir Helga Vala. Gagnrýnt hefur verið að ekki sé ráðist hraðar í afléttingar takmarkana. „Það segja sumir að það sé ekki lagastoð fyrir þeim aðgerðum sem við erum í núna og jafnvel sumir ráðherrar fullyrða það. Ég verð að álykta sem svo að þeir ráðherrar hafi fleiri gögn á borðinu en við óbreyttir þingmenn, við hljótum þá að kalla eftir því að fá þær upplýsingar,“ segir Helga Vala.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira