Telur mögulegt að verið sé að gefa ráðherra heimild til skyldubólusetninga Snorri Másson skrifar 2. febrúar 2022 12:50 Helga Vala Helgadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir stórpólitískt mál að fela heilbrigðisráðherra heimild til að ákveða ónæmisaðgerðir eins og bólusetningu með reglugerð einni saman. Það geti veitt honum svigrúm til að setja á skyldubólusetningu. Sóttvarnalæknir verður samkvæmt nýju frumvarpi pólitískt skipaður. Frumvarp til nýrra sóttvarnalaga hefur verið lagt fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Síðast þegar það var lagt þar fram bárust tugir athugasemda, mikið til frá almenningi, þar sem miklum efasemdum var lýst um að sóttvarnalæknir yrði framvegis pólitískt skipaður. Sú breyting er enn fyrirhuguð. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður velferðarnefndar kveðst ekki gera athugasemdir við þessa tilteknu breytingu. „Það sem við höfum verið að gagnrýna er skortur á upplýsingum og skortur á aðkomu löggjafans í þessu, Alþingis, fulltrúa almennings. Sömuleiðis sé ég ekkert athugavert við að sóttvarnalæknir sé beint skipaður til fimm ára. Ég held að það sé bara jákvætt að það sé alveg skýrt,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Til stendur að færa verkefni sóttvarnalæknis, að leggja til samkomutakmarkanir í faraldursástandi, á fleiri hendur; nefnilega nýs fjölskipaðs stjórnvalds, farsóttanefndar. Þar verði sóttvarnalæknir þó formaður. „Ég held að það sé mjög brýnt að breikka ábyrgðina þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum eins og mér sýnist vera gert þarna varðandi farsóttarnefndina,“ segir Helga. Helga Vala hefur hins vegar efasemdir um að ráðherra verði falið vald til þess að kveða á um svokallaðar ónæmisaðgerðir með reglugerð - að fengnum tillögum farsóttarnefndar. „Þetta er stórpólitískt mál. Með þessu er í rauninni verið að gefa ráðherra heimild að því er mér sýnist fljótt á litið til þess að kveða á um skyldubólusetningar. Ég held að það þurfi að skoða það mjög gaumgæfilega,“ segir Helga Vala. Gagnrýnt hefur verið að ekki sé ráðist hraðar í afléttingar takmarkana. „Það segja sumir að það sé ekki lagastoð fyrir þeim aðgerðum sem við erum í núna og jafnvel sumir ráðherrar fullyrða það. Ég verð að álykta sem svo að þeir ráðherrar hafi fleiri gögn á borðinu en við óbreyttir þingmenn, við hljótum þá að kalla eftir því að fá þær upplýsingar,“ segir Helga Vala. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Frumvarp til nýrra sóttvarnalaga hefur verið lagt fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Síðast þegar það var lagt þar fram bárust tugir athugasemda, mikið til frá almenningi, þar sem miklum efasemdum var lýst um að sóttvarnalæknir yrði framvegis pólitískt skipaður. Sú breyting er enn fyrirhuguð. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður velferðarnefndar kveðst ekki gera athugasemdir við þessa tilteknu breytingu. „Það sem við höfum verið að gagnrýna er skortur á upplýsingum og skortur á aðkomu löggjafans í þessu, Alþingis, fulltrúa almennings. Sömuleiðis sé ég ekkert athugavert við að sóttvarnalæknir sé beint skipaður til fimm ára. Ég held að það sé bara jákvætt að það sé alveg skýrt,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Til stendur að færa verkefni sóttvarnalæknis, að leggja til samkomutakmarkanir í faraldursástandi, á fleiri hendur; nefnilega nýs fjölskipaðs stjórnvalds, farsóttanefndar. Þar verði sóttvarnalæknir þó formaður. „Ég held að það sé mjög brýnt að breikka ábyrgðina þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum eins og mér sýnist vera gert þarna varðandi farsóttarnefndina,“ segir Helga. Helga Vala hefur hins vegar efasemdir um að ráðherra verði falið vald til þess að kveða á um svokallaðar ónæmisaðgerðir með reglugerð - að fengnum tillögum farsóttarnefndar. „Þetta er stórpólitískt mál. Með þessu er í rauninni verið að gefa ráðherra heimild að því er mér sýnist fljótt á litið til þess að kveða á um skyldubólusetningar. Ég held að það þurfi að skoða það mjög gaumgæfilega,“ segir Helga Vala. Gagnrýnt hefur verið að ekki sé ráðist hraðar í afléttingar takmarkana. „Það segja sumir að það sé ekki lagastoð fyrir þeim aðgerðum sem við erum í núna og jafnvel sumir ráðherrar fullyrða það. Ég verð að álykta sem svo að þeir ráðherrar hafi fleiri gögn á borðinu en við óbreyttir þingmenn, við hljótum þá að kalla eftir því að fá þær upplýsingar,“ segir Helga Vala.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira