Sport

Emma Raducanu: Ég er ekki lengur örugg heima hjá mér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emma Raducanu hefur ekki alveg náð að fylgja eftir sigri sínum á Opna bandaríska meistaramótinu.
Emma Raducanu hefur ekki alveg náð að fylgja eftir sigri sínum á Opna bandaríska meistaramótinu. EPA-EFE/JAMES GOURLEY

Emma Raducanu sló óvænt í gegn aðeins átján ára gömul þegar hún vann Opna bandaríska risamótið í tennis í fyrra og varð um leið á augabragði ein stærsta íþróttastjarna Breta. Nú er hún að kynnast óhugnanlegu hliðum frægðarinnar.

Nú er það orðið opinbert að 35 ára gamall maður hafi ofsótt Emmu í þrígang í lok síðasta árs. Hún segist ekki lengur vera örugg heima hjá sér. Amrit Magar hefur þegar verið dæmdur sekur en hann á eftir að fá refsingu.

„Ég hef áhyggjur af því að fara út sérstaklega ef ég er ein. Það er búið að taka frelsið frá mér og ég er alltaf að horfa yfir öxlina á mér. Ég er ekki lengur örugg heima hjá mér lengur,“ sagði Emma Raducanu í réttarsalnum en breskir miðlar segja frá.

„Ég vil flytja í nýtt hús með betra öryggiskerfi af því að ég hef áhyggjur af því að hann komi aftur. Hann veit hvar ég á heima,“ sagði Emma.

23. nóvember þóttist Magar að vera sendill og kom með blóm til hennar með korti þar sem stóð að Raducanu ætti ást skilið.

Viku seinna skildi Magar eftir kort í póstkassanum þar sem kom fram leiðin frá hans heimili til heimili Emmu.

Tveimur dögum síðar skreytti hann síðan tré í garði fjölskyldunnar með jólaljósum. Hann sá síðan opnar dyr og stal skóm föður hennar.

Faðir Emmu tók eftir honum í öryggiskerfinu og rak hann í burtu um leið og hann hringdi á lögregluna.

Lögreglan kom og handtók þennan 35 ára gamla mann og hann var með skóna í pokanum sínum. Hann sagðist hafa viljað taka með sér minjagrip og hélt að Emma ætti þessa skó.

Magar sagði fyrir dómara að hann skammaði sín fyrir þetta þegar hann frétti að hann hefði með þessu komu Emmu í uppnám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×