Innlent

„Ég varð fyrir vonbrigðum“

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Halldór Benjamín er framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín er framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm

Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 

Breytingar á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Fimmtíu mega koma saman í stað tíu og er tekin upp eins metra nálægðarregla í stað tveggja metra reglu. Krár og skemmtistaðir mega opna að nýju og opnunartími þeirra og annarra veitingastaða verður lengdur til klukkan 23.

Heimilt verður að halda sitjandi viðburði fyrir 500 manns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og verða takmarkanir í skólum að mestu leyti óbreyttar. Stefnt er að því að aflétta öllum takmörkunum um miðjan mars.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum.

„Ég var fyrir vonbrigðum og tel að það hefði átt að stíga lengra. Ég vil horfa til Danmerkur svo dæmi sé tekið í þessum efnum, þar sem verið er að afnema í raun allar sóttvarnir. Ég get ekki séð að það séu forsendur fyrir því að beita sóttvarnalögum með þeim hætti sem verið er að gera undir þeim kringumstæðum sem ríkja í dag. Við megum aldrei gleyma því að takmarkanir mega ekki ganga lengra en brýn nauðsyn krefur og ég og mjög margir aðrir eiga erfitt með að sjá þessa brýnu nauðsyn um þessar mundir.“

1.186 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og sautján á landamærunum samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×