Parið var í fríi á Íslandi og hafði hann haft samband við kvikmyndahúsið áður en þau komu til landsins. Samfélagið var heldur betur til í að aðstoða við bónorðið. Mohamed hafði skipulagt allt í þaula og hafði búið til stuttmynd með klippum af vinum og vandamönnum þar sem þau sögðu frá sinni uppáhalds minningu um Lorudes. Hún varð heldur betur hissa þar sem hún taldi sig vera á leiðinni að sjá myndina Matrix.
Stuttmyndin endaði svo á orðunum „I have but one thing to ask of you“ og þá fór spænski hugbúnaðarverkfræðingurinn niður á hné og bað um hönd hennar. Lorudes var ekki ekki lengi að segja já og verður dagurinn eflaust ógleymanlegur.
Stundum er lífið eins og bíómynd.
