Sport

Dag­skráin í dag: Enski boltinn og Ljós­leiðara­deildin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ljósleiðaradeildin

Alls eru tvær beinar útsendingar á dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í dag.

Klukkan 19.40 er leikur Queens Park Rangers og Swansea City á dagskrá Stöðvar 2 Sport 3. Heimamenn eru í harðri baráttu um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð á meðan gestirnir frá Wales hafa átt erfitt uppdráttar það sem af er tímabili.

Klukkan 20.15 hefst svo útsending frá leikjum kvöldsins í Ljósleiðaradeildinni. Leikir kvöldsins eru Fylkir gegn Ármanni og XY gegn Vallea.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.