Innlent

Ragn­hildur Steinunn breytir til hjá RÚV

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ragnhildur Steinunn hefur sagt skilið við stjórnunarstöðuna hjá RÚV og ætlar að einbeita sér að þáttagerð.
Ragnhildur Steinunn hefur sagt skilið við stjórnunarstöðuna hjá RÚV og ætlar að einbeita sér að þáttagerð. Vísir/Samsett

Fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur sagt upp sem aðstoðardagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV. Hún segist ætla að snúa sér aftur að dagskrárgerðinni.

Þetta tilkynnir Ragnhildur á Facebook en hún hefur sinnt starfi aðstoðardagskrárstjóra sjónvarpsins hjá RÚV undanfarin fjögur ár. 

„Þetta hefur verið lærdómsríkur, krefjandi og skemmtilegur tími. Takk fyrir mig. Það er öllum hollt að staldra við endrum og eins, endurmeta stöðuna, gildin sín og finna hvar hjartað slær,“ skrifar Ragnhildur í færslunni. 

Hún segir löngunina til að koma beint að þáttagerð og framleiðslu ríkari þessa stundina en að sinna alhliða dagskrártengdum málefnum. 

„Ég ætla því að demba mér aftur af fullum krafti í dagskrárgerð hjá RÚV. Hlakka til að leggja áfram mitt af mörkum til að búa til fjölbreytt og gott sjónvarpsefni. Sjáumst!“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×